Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 103
SG sjálfur á jörðinni
101
orðlaus, hreinn og fullkominn,
og ég er ungur rithöfundur,
sem ætla að fara að skrifa.
Það er mánudagur ... 25. sept-
ember 1933 ... Hvílík dýrð að
vera lifandi, að vera enn á lífi.
(Ég er mjög gamall ungur mað-
ur; ég hefi gengið eftir mörg-
um götum, gegnum borgir, í
marga daga og margar nætur.
Og nú er ég kominn heim til
mín. Yfir mér, á veggnum í
þessu litla, ósnyrtilega herbergi
er Ijósmynd af föður mínum
sáluga, og ég hefi komið upp
úr jörðinni með andlit hans og
augu hans og ég er að skrifa
á ensku það sem hann mundi
hafa skrifað á móðurmáli okkar.
Og við erum sami maðutinh,
annar dáinn og hinn lifanii).
Ég reyki sígarettu í ákafa,
því að þessi stund er mjög
þýðingarmikil fyrir mig, og
þess vegna er hún mjög þýð-
ingarmikil fyrir alla. Ég ætla
að fara að setja mál, mál mitt,
á auða pappírsörk, og ég skelf.
Notkun orða fylgir mikil
ábyrgð. Ég vil ekki segja neitt
rangt. Ég vil ekki vera gáfað-
ur. Ég er óstjórnlega hræddur
við það. Ég hefi aldrei á ævi
minni verið gáfaður, og nú, þeg-
ar ég er byrjaður á starfi, sem
er jafnvel enn dásamlegra en
lífið sjálft, vil ég ekki að frá
mér komi eitt einasta falskt
orð. f marga mánuði hefi ég
sífellt sagt við sjálfan mig: ,,Þú
verður að vera auðmjúkur. Um-
fram allt verðurðu að vera auð-
mjúkur.“ Ég hefi einsett mér
að glata ekki þeirri lyndiseink-
unn minni.
Ég er sögumaður, og ég á að-
eins eina sögu í fórum mínum,
sjálfan mig. Ég vil segja þessa
einföldu sögu á mínn hátt,
gleyma öllum reglum mælsku-
listar og sögubyggingar. Ég á
dálítið ósagt og ég vil ekki
segja það eins og Balzac. Ég er
ekki listamaður; ég trúi ekki á
menninguna. Ég er alls ekki
hrifinn af framförum. Þegar
stór brú er byggð hrópa ég ekki
húrra, og þegar flugvél flýgur
yfir Atlantshafið hugsa ég
ekki: ,,Það eru dásamlegir tím-
ar, sem við lifum á!“
Ég læt mig engu skipta örlög
þjóða, og mér leiðist mannkyns-
saga. Hvað eiga þeir menn við
með mannkynssögu, sem hafa
skrifað hana og þeir sem trúa
á hana? Hvað veldur því að
maðurinn, þessi auðmjúka
og ástúðlega vera, hefir verið