Úrval - 01.02.1944, Síða 128
126
ÚRVAL
samræmi ríkjandi meðal þjóða
jarðarinnar.
Hann hitti Aristide Briand,
franska forsætisráðherrann, og
rasddi við hann um nauðsyn
þess, að Frakkar og Þjóðverjar
gerðu með sér samning til þess
að binda endi á aldagamalt
hatur. Hann tók sæti í einni
nefnd Þjóðabandalagsins sem
þýzkur fulltrúi og ræddi við
franska heimspekinginn Henri,
Bergson um skipan „hins nýja,
lýðveldis heiðarleika og vel-
sæmis”, sem góðviljaðir menn
hugðust að stofna um heim
allan. „Það er augljóst, að við
lifum fyrir náungann — í
fyrsta lagi fyrir þá, sem eru
svo tengdir okkur, að öll gæfa
okkar hvílir á brosi þeirra og
velfamaði, og í öðru lagi fyrir
alla hina, sem eru okkur ókunn-
ir persónulega, en við erum
samt sem áður bundnir samúð-
arböndum.”
Þessari kenningu Einsteins
var ekki allstaðar tekið opnum
örmum. Hann slapp nauðlega
frá banatilræði, sem rússnesk
hefðarkona sýndi honum. Hinn
hægláti vísindamaður, sem
ekkert þráði heitar en að
stunda vísindaiðkanir sínar í
kyrrþey — nema ef vera skyldi
að berjast fyrir réttlæti sam-
löndum sínum til handa — varð
pólitískur skotspónn. Honum
var úthúðað sökum þess, að
hann var Gyðingur. Gyðinga-
hatrið æddi um þvert og endi-
langt Þýzkaland. Hann varð
forviða, þegar hann sá, hve
villimannlegt framferði landa
hans var, en vonaði þó, að með
góðri forustu myndi þeim auðn-
ast að verða jafnmikil menning-
ar- og menntaþjóð sem fyrr. En
þegar hann komst að því, að
nafn hans var ofarlega á
„svörtum lista”, sem ofbeldis-
mennimir höfðu skráð, flýði
hann til Hollands.
En ólgan og óróinn varð
allstaðar á vegi hans, jafnvel
í lýðræðislandi eins og Hollandi.
Mannkynið virtist í raun og
veru vera á hröðu undanhaldi
undan villimennzkunni — til
villimennzkunar. Menn voru
orðnir ruglaðir í ríminu. Mark
Twain-félagið bauð honum að
verða heiðursforseti sinn, en
þegar hann komst að því, að
Mussolini hafði verið boðin
svipuð staða, hafnaði hann
ákveðinn slikum vanheiðri.
Hann ferðaðist til Austur-
landa. Þegar hann kom til Ind-
lands, hryllti hann við að sjá