Úrval - 01.02.1944, Blaðsíða 129
EINSTEIN
127'
milljónir manna lifa í þrældómi
og bera aðra menn bókstaflega,
á bakinu. Hann neitaði að ger-
ast þátttakandi í þvílíkri niður-
lægingu mannsins. Meðan á
ferðalaginu stóð, steig hann
aldrei upp í burðarstól. Hann
lagði leið sína til Kína og sá
karlmenn, konur og böm, sem
stundu hátt við vinnu sína í
baðmullarverksmiðjunum. Hann
fór til Japan og hirti lítt um
virðingarmerkin, sem fullorðna
fólkið auðsýndi honum við
komu hans. 1 stað þess vék hann
sér að japönsku bömunum. Þau
gáfu honum myndabækur sínar
og teikningar. Og hann hlustaði
með gleði á tal þeirra. „Börnin
em von veraldarinnar.“ Það má
aldrei kenna þeim að hata. Þau
mega aldrei lasta framfarir
mannkynsins, sem kostað hafa
svo mikla erfiðleika. ,,Við skul-
um vona,“ sagði hann við þessa
litlu vini sína, ,,að ykkar kyn-
slóð láti mína kynslóð sér til
skammar verða.“
VI.
Farandprédikarinn og heim-
spekingurinn, með stærðfræði-
formúlur sínar og fiðluna, ferð-
aðist til Palestínu, Spánar og
Suður-Ameríku, og loks kom
hann til Bandaríkja Norður-
Ameríku.
Dag nokkum í nóvember ár-
ið 1932, þegar Einstein sat á
fundi með vísindamönnum þar
vestra, skall óveðrið á í Berlín.
Adolf Hitler tók stjómartauma
þýzka ríkisins i sínar hendur.
Þýzka stjómin, sem hugðist
nota sér frægð og áht Einsteins
sér til virðingarauka, bauð hon-
um að koma heim. Hitler ætlaði
„að láta það vera gleymt, að
hann væri Gyðingur.“ En Ein-
stein hafnaði boðinu. Og Hitler
lagði 20 þúsund mörk til höf-
uðs honum. Stormsveitarmenn
brutust inn í sumarbústað hans
hjá Caputh undir því yfirskyni,
að hann hefði falið þar vopn og
skotfæri. En þeir fundu raunar
engin önnur vopn en gamlan,
ryðgaðan brauðhníf.
Þegar hann hafði verið gerð-
ur landrækur úr föðurlandi sínu,
tók hann boði um að verða pró-
fessor í bænum Princetown í
Bandaríkjunum. Þar vonaðist
hann til að geta haldið áfram
friðsamlegum vísindastörfum
sínum, yljað sér við eld mann-
legrar vináttu og dreymt
drauma sína um alheiminn.
Hann er rólegur nú orðið,
og jafnvel bjartsýnni, enda þótt