Úrval - 01.06.1948, Qupperneq 6

Úrval - 01.06.1948, Qupperneq 6
4 ÚRVAL aldrei sýna karlmannlegt frum- kvæði á sviði kynferðislífsins. Á okkur öllum hvíla meiri eða minni hömlur. Það, sem við höf- um bælt niður, er stöðugt að grípa í taumana, því að tilfinn- ingar okkar á því sviði voru kyrktar á bemskuskeiði og náðu aldrei að þroskast. Ekkert okk- ar nær fullum þroska á öllum sviðum. En á þá að hætta að banna börnunum eða gera kröfur til þeirra? Nei, slíkt er auðvitað óframkvæmanlegt. I samfélagi mannanna eru ýmsar reglur, sem við verðum að haga okkur eftir, og það verða foreldrarnir að kenna börnunum. En það er hægt að gera af lipurð og smám saman, eitt í einu, og gera aldrei kröfu til barnsins fyrr en en það getur skilið hana. Á þann hátt má sigrast á mörgum erf- iðleikum. Hvaðan er okkur komin vit- neskjan um, að allt þetta eigi sér stað innra með okkur? Það eru ekki getgátur. Á síðari ár- um hafa verið gerðar margar tilraunir, sem sýna greinilega, hve hegðun barna er mismun- andi eftir því hvort þau mæta ástúð, strangleik, hrósi, gagn- rýni o. s. frv. Ástúð og hrós eru miklir aflgjafar — ekkert eyk- ur jafnmikið áhuga og dugnað sem hrós — en ströng tamning er hættuleg aðferð. Rannsókn- ir á 100 stúdentum við Colum- biaháskólann í Bandaríkjunum sýna þetta greinilega. Þeir, sem höfðu hlotið strangt uppeldi, höfðu sem börn verið hlýðnir og þægir, en hjá mörgum þeirra hafði þróast sterk óvild í garð foreldranna. Óvildin hafði jafn- framt fætt af sér sektarvitund, sem hjá sumum hafði jafnvel leitt til sjálfsmorðshugleiðinga. Þeir, sem höfðu hlotið frjáls- ara uppeldi, þekktu ekki slíkar tilfinningar og áttu yfirleitt við færri vandamál að etja. Þó að bælt barn geti sem fullorðið ver- ið föður sínum undirgefið, já barnalega háð honum, er það engin sönnun þess, að það beri í brjósti sonarlegar (eða dóttur- legar) tilfinningar til föðurins. En það verður lélegri þjóðfé- lagsþegn vegna þess að undir- lægjuháttur sá, sem uppeldið hefur innrætt því, háir því stöð- ugt. Börn bregðast á svipaðan hátt við kúgun og bönnum og þjóðir. Þó að þau séu á vissu skeiði vanmáttug, beygja þau sig aldrei til fulls innst með sjálfum sér. Ef þau eru ekki al-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.