Úrval - 01.06.1948, Síða 7
UPPELDI OG FRJÁLSRÆÐI
5
gerlega brotin niður, gera þau
uppreist, þegar þau finna hjá
sér mátt til þess.
Það er margt, sem gefur vís-
bendingu um, hvort börn eru
niðurbæld eða ekki. Þeir ósiðir,
sem reknir hafa verið úr barn-
inu með harðri hendi, sýna sig
kannski ekki beint, en oft depl-
ar slíkt barn óeðlilega mikið
augunum — eða hefur viprur í
andlitinu, sem enginn getur
ásakað það fyrir, því að það
ræður ekki við þær. En þessar
viprur eru merki um eitthvað,
sem barnið hefur hætt við, eitt-
hvað, sem ef til vill hefur verið
barið úr því.
En er þá ekki hægt að lag-
færa það, sem áfátt er í sam-
búð barna og foreldra í þessu
efni?
Hér skal að lokum nefnt
einfalt ráð, sem mörgum hefur
komið að góðu gagni: ákveðinn
skal sérstakur tími á hverjum
degi, þegar barnið og annað for-
eldrið skiptir um hlutverk.
Þessa stuttu stund á t. d. móðir-
in að vera barnið og barnið móð-
irin. Móðirin segir: ,,Nú skul-
um við leika það hálftíma á
hverjum degi, að þú sért
mamma mín, og þá mátt þú
segja og gera við mig alveg eins
og þér finnst ég vera vön að
segja og gera við þig. Þennan
hálftíma á ég að hlýða þér.“
Foreldrarnir verða auðvitað
að taka þátt í þessum leik alger-
lega reiðilaust — þau verða að
leika sitt hlutverk möglunar-
laust, þó að kostirnir kunni að
reynast harðir eftir að barnið
hefur gert sér fulla grein fyrir
valdi sínu.
ooQ00
Fæðingarkvalir föðurins.
Maður sat í anddyri fæðingarstofunarinnar og beið eftir þvi
að konan hans yrði léttari. Þegar ljósmóðirin kom fram og
sagði honum, að hann hefði eignazt dóttur, létti honum óum-
ræðilega. „Guði sé lof, að það var ekki drengur," sagði hann.
„Af hverju ?“ spurði ljósmóðirin undrandi. Hún var vön því,
að feðumir vildu heldur eignast sjmi.
„Eg gat ekki hugsað mér að eignast son, sem ætti eftir þola
það, sem ég hef orðið að þola siðustu klukkutímana,“ svaraði
maðurinn. — Intemational Women’s News.