Úrval - 01.06.1948, Síða 9
TVENNSK. MÆLIKVARÐI I KYNFERÐISMÁLUM
7
ir á allan hátt óskum og þörf-
um mannsins, en meinar jeune
fille (ungu stúlkunni) að taka
að fullu þátt í leik ástarinnar.
Það er mér mikið undrunar-
efni, að franskar konur, sem eru
mjög aðlaðandi og fjölhæfar,
skuli hafa sætt sig við hinn
tvennskonar mælikvarða.“
Þetta er skorinort bréf, en
áður en ég vík að þessum tvenns-
konar mælikvarða, sem bréfrit-
arinn ræðir um, ætla ég að drepa
á nokkur önnur atriði, sem bréf-
ið gefur tilefni til. Er hægt að
segja, að franskar eiginkonur og
mæður „haldi uppi dyggðugu
kynferðislífi", þó að þær séu
sjálfar trúar, ef þær fyrirgefa
eiginmönnum sínum ótrú-
mennsku? Ég viðurkenni ekki,
eins og bréfritarinn fullyrðir,
að þær eigi ekki annars úrkosta.
Franskar konur eru fyllilega
færar um að hafa áhrif á menn
sina, það sýnir saga franskra
stjórnmála, svo að eitt dæmi sé
nefnt.
Hvað heimanmundarfyrir-
komulaginu viðvíkur, þá er það
nú óðum að hverfa í Frakk-
landi; auk þess held ég, að telja
beri það frekar afleiðingu en
orsök. Sá siður að gefa heiman-
r.'.und er miklu frekar afleiðing
af „aðskilnaði ástar og hjóna-
bands“ heldur en orsök hans.
Athyglisverðast við bréfið er
að mínu áliti, að höfundur for-
dæmir hinn tvennskonar mæli-
kvarða ekki svo mjög af því,
að hann gefi karlmönnunum
frjálsræði, heldur af hinu, að
hann leggur „miskunnarlaus“
bönd á konuna. Sagt með öðr-
um orðum: hví skyldu piltarn-
ir hafa alla ánægjuna ? Þetta er
skiljanleg afstaða, sem ég, eins
og flestir karlmenn, er reiðu-
búinn að sýna fyllstu samúð.
(Annars mætti spyrja hvar á-
nægja piltanna væri, ef ekki
væru neinar stúlkur til að njóta
hennar með). En í samræmi við
þann púrítanska skilning á sið-
ferði, sem við Ameríkumenn
heiðrum enn í orði, vill bréfrit-
ari minn bæta fyrir misréttinn
með því að leggja á karlmennina
þau bönd, sem henni finnast
grimmdarleg, af því að þau
binda konuna.
Fyrir tuttugu árum var ég —
í ákafa æskunnar — ekki í nein-
um vafa um, að tvennskonar
mælikvarði í kynferðismálum
væri hróplegt ranglæti, en ég
vildi leysa vandann með
því að veita stúlkunum það
frjálsræði, sem ég naut sjálfur.