Úrval - 01.06.1948, Side 12

Úrval - 01.06.1948, Side 12
10 TJRVAL öðruvísi á hann en hana. Þetta er ekki beinlínis ný uppgötvun. Byron sagði fyrir löngu, að ást- in sé manninum aukaatriði, en konunni allt líf hennar. Jafn- framt er hægt að renna sterk- mn stoðum undir þá skoðun, að ást karlmannsins sé traustari og dýpri en ást konunnar. Meg- inmunurinn er að mínu áliti fólg- inn í því, hve karlmenn og kon- ur leggja misjafnlega mikla á- herzlu á hinn holdlega þátt ást- arinnar. Við erum vanir að hugsa um konuna sem fíngerðari, andlegri og næmari veru. Eigi að síður er það lífeðlisleg staðreynd, að hún er miklu bundnari við hinn líkamlega þátt æxlunarinnar en karlmaðurinn. Áhangendur Fre- uds myndu segja, að það sé ein- mitt til að vega upp á móti þessu, að konan reynir að forsmá hið holdlega. Það væri einnig í sam- ræmi við kenningar Freuds að benda á, að þessi viðleitni ber ekki tilætlaðan árangur. Hinn holdlegi þáttur er ákaflega mik- ilvægur fyrir konuna, ef mér leyfist að tala almennt. En fyr- ir karlmanninn er hann aukaat- riði. Karlmaður getur verið ó- trúr konu í holdlegri merkingu orðsins, án þess að um nokkra hugarfarsbreytingu sé að ræða í ást hans til hennar. En kona, sem hefur verið holdlega ótrú manni sínum, þjáist af sektar- vitund; milli hennar og manns- ins rís veggur. Karlmaðurinn fær aftur á móti sjaldan sam- vizkubit, þó að á hann kunni að sækja kvíði við að upp kom- ist um hann. Sá möguleiki er vitanlega fyr- ir hendi, að hin ólíka afstaða konunnar sé ekki meðfædd, held- ur afleiðing uppeldis og efna- legra aðstæðna hennar í þjóðfé- laginu. En mér er nær að halda, að orsakanna sé að leita dýpra. Með tilliti til f jölgunar einstakl- inganna er það hagkvæmt, að konan sé stöðuglynd, en karl- maðurinn óstöðugur í rásinni. Og þegar þess er gætt, að kon- an á hlutfallslega miklu stærri þátt í æxluninni en karlmað- urinn, er ekki nema eðlilegt, að hin líkamlega athöfn, sem set- ur æxlunina af stað, sé mikil- vægari í augum hennar en karl- mannsins. Það er grunur minn, að skýringarinnar á hinni ríku hneigð konunnar til að binda sig fortakslaust og algerlega maka sínum sé að leita í hinum líf- eðlislega muni kynjanna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.