Úrval - 01.06.1948, Síða 12
10
TJRVAL
öðruvísi á hann en hana. Þetta
er ekki beinlínis ný uppgötvun.
Byron sagði fyrir löngu, að ást-
in sé manninum aukaatriði, en
konunni allt líf hennar. Jafn-
framt er hægt að renna sterk-
mn stoðum undir þá skoðun, að
ást karlmannsins sé traustari
og dýpri en ást konunnar. Meg-
inmunurinn er að mínu áliti fólg-
inn í því, hve karlmenn og kon-
ur leggja misjafnlega mikla á-
herzlu á hinn holdlega þátt ást-
arinnar.
Við erum vanir að hugsa um
konuna sem fíngerðari, andlegri
og næmari veru. Eigi að síður
er það lífeðlisleg staðreynd, að
hún er miklu bundnari við hinn
líkamlega þátt æxlunarinnar en
karlmaðurinn. Áhangendur Fre-
uds myndu segja, að það sé ein-
mitt til að vega upp á móti þessu,
að konan reynir að forsmá hið
holdlega. Það væri einnig í sam-
ræmi við kenningar Freuds að
benda á, að þessi viðleitni ber
ekki tilætlaðan árangur. Hinn
holdlegi þáttur er ákaflega mik-
ilvægur fyrir konuna, ef mér
leyfist að tala almennt. En fyr-
ir karlmanninn er hann aukaat-
riði. Karlmaður getur verið ó-
trúr konu í holdlegri merkingu
orðsins, án þess að um nokkra
hugarfarsbreytingu sé að ræða
í ást hans til hennar. En kona,
sem hefur verið holdlega ótrú
manni sínum, þjáist af sektar-
vitund; milli hennar og manns-
ins rís veggur. Karlmaðurinn
fær aftur á móti sjaldan sam-
vizkubit, þó að á hann kunni
að sækja kvíði við að upp kom-
ist um hann.
Sá möguleiki er vitanlega fyr-
ir hendi, að hin ólíka afstaða
konunnar sé ekki meðfædd, held-
ur afleiðing uppeldis og efna-
legra aðstæðna hennar í þjóðfé-
laginu. En mér er nær að halda,
að orsakanna sé að leita dýpra.
Með tilliti til f jölgunar einstakl-
inganna er það hagkvæmt, að
konan sé stöðuglynd, en karl-
maðurinn óstöðugur í rásinni.
Og þegar þess er gætt, að kon-
an á hlutfallslega miklu stærri
þátt í æxluninni en karlmað-
urinn, er ekki nema eðlilegt, að
hin líkamlega athöfn, sem set-
ur æxlunina af stað, sé mikil-
vægari í augum hennar en karl-
mannsins. Það er grunur minn,
að skýringarinnar á hinni ríku
hneigð konunnar til að binda sig
fortakslaust og algerlega maka
sínum sé að leita í hinum líf-
eðlislega muni kynjanna.