Úrval - 01.06.1948, Page 17
AÐ ELTA HATTINN SINN
15
er auðvitað unun að því að
elta hatt. Þeir nota tækifærið
til æfingar. Hatturinn hélt á-
fram að velta og ég hélt áfram
að hlaupa. Ég hugsaði: Það
r var heimskulegt af mér að
kaupa þennan hatt. Það var líka
éþarfi. Ég átti Stetsonhatt og
Lincoln Bennett hatt. Þeir fara
aldrei svona að ráði sínu. Þetta
er ekki hattur. Þetta er hjól.
Eg hneppti frá mér frakkanum
°g bölvaði harða flibbanum. Og
sokkabandinu, sem losnaði og
Laektist um fótinn á mér og
axlabandatölunum, sem slitn-
uðu. Ég stökk yfir gróðurbeð.
Lar var mjúkt undir fæti. Lög-
í'egluþjónn sá mig, en hann stóð
kyrr, því hann sá, að ég var
enginn strákhvolpur. Hatturinn
valt áfram og jók hraðann við
Sibyllegötu. Ég hugsaði: Ef ég
bleyp fram fyrir hann, get ég
setið fyrir honum og tekið hann,
pegar hann kemur. Það er þjóð-
ráð! Ég herti sprettinn. f sömu
svifum kom sporvagn, lína 2.
Á leið til Kungsholmen. Hattur-
Jnn valt til móts við sporvagn-
inn.
Tilhlökkun: Hatturinn verð-
Ur undir sporvagninum. Ég
stefni sporvögnunum. Félagið
verður að greiða mér skaðabæt-
ur. Ég fæ nýjan hatt. Allt í einu
skiptir hatturinn um stefnu og
víkur úr vegi. Sporvagninn slapp
og ég held áfram að hlaupa.
Þjóðráð: Að biðja einhvern
strák að hlaupa á eftir hattin-
um; strákar eru svo fljótir að
hlaupa.
Meira þjóðráð: Lofa honum
25 aurum fyrir ómakið.
Þarna kom strákur úr Öster-
malmsskólanum.
— Ef þú — (andköf) — nærð
hattinum — (meiri andköf) —
þá skaltu fá tuttugu og fimm
aura!
— Ég vil fá fimmtíu aura!
Svona er ungdómurinn nú á
tímum. Aurasjúkur, ókurteis,
eigingjarn. Ég er ekki upp á
slíkan ungdóm kominn. Ég næ
hattinum mínum sjálfur.
Hatturinn beygði inn á Artil-
lerigötu. Ha-ha. Þar er skjól.
Þar hlýtur hann að stanza. Ég
ætla að stíga ofan á hann, með
báðum fótum, og halda honum
kyrrum í fimm mínútur, þang-
að til hann er orðinn spakur.
Sauðspakur. Hatturinn fór í
kringurn Ijósastaur. Óskiljan-
legt. Var vél í honum? Ég komst
í veg fyrir hann rétt um leið
og hann var að leggja af stað
í aðra hringferð. Hann skauzt