Úrval - 01.06.1948, Page 21

Úrval - 01.06.1948, Page 21
SINNULEYSI 1 PARADlS 19 lífið þægilegt og skemmtilegt. Sumir staðir, t. d. Calvi eða Ile- Rousse, voru jafnvel með glæsi- brag — einskonar hluti af Ri- vieraströndinni, sem leyst hafði festar og orðið viðlegustaður skrautbúinna lystisnekkja, eins dags siglingu frá Cannes. En þetta sæluástand tók því miður enda — Mússolini sá, að eyjan var tilvaiin flotastöð, lyk- ili að austurhluta Miðjarðar- hafsins, og þegar þeim þætti lauk, hafði hernám ítala, Þjóð- verja og Ameríkumanna hvert á fætur öðru sett á eyjuna mark sitt. Sakleysið sprakk eins og sápubóla og í stað þess kom brask og leynisaía með leyni- þráðum yfir á meginlandið, þar sem nægur markaður var fyrir munaðarvörur í mat og drykk til endurgjalds fyrir glys og gylltan varning, dálítið gamal- dags, en nóg til að fullnægja óskum eyjarskeggja. Og þess vegna eru allar borg- irnar í tveim hluturn, — gamli borgarhlutinn með lítil hús, lík- ust hellum, þröngar, steinlagð- ar götur, þaktar sorpi, og nýi borgarhlutinn með vínstofur, bíó og heimsborgaraleg, en þó hálf- sóðaleg gistihús. En tilraunin til stórborgarbrags tekst aldrei alveg. Járnbrautirnar renna út í sandinn, húsin standa hálf- smíðuð, hinar nýju verksmiðjur óbyggðar. Hugmyndirnar hafa orðið úti áður en þær urðu að veruleika — eins og allt annað erfiði, sem svarar ekki kostn- aði; af því að lífið heldur áfram hvort sem er, sólin hnígur til viðar og roðar húsin og fjöllin gnæfa fjólublá og síðan svört upp úr mánasilfruðum sænum. Litla fjallalestin og strætis- vagnarnir þræða leið sína gegn- um stórvaxna skóga, sem teygja sig upp á hæstu tinda, greni- og furutré, kastaníu- og ólívutré umlykja runnavaxin rjóður, og höfug angan maquirunnans flæðir niður hlíðarnar undir heiðum himni. En von bráðar verður jafnvel fegurðin að deyfilyfi — hún er lífvana, ófresk og skreytt eins og póst- kort, svo ofhlaðin og alger, að ekkert er eftir fyrir hugann að glíma við. Allt er miklu minna en mað- ur hafði gert sér í hugarlund — eyjan aðeins 50 mílur á breidd, þó að dagleið sé á milli stranda, og borgirnar ófullkomnari og ófullgerðari en þær sýndust á kortinu. Hvergi örlar á því, sem heitið gæti byggingarlist, og lít-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.