Úrval - 01.06.1948, Qupperneq 37
RÆKTUN VIÐ RAFMAGNSLJÓS
35
mikinn hita, nægir hann samt
í flestum tilfellum.
Á tilraunastöðinni reyndist
auðvelt að halda 16 stiga hita
í neðanjarðargarði með 33 fer-
metra gólffleti, þó að frost væri
úti, með því að grípa öðru hvoru
til 1000 vatta rafmagnsofns. Og
hitabreytingin var svo hægfara,
að ekki var þörf á að nota hita-
stilli, og nóg var að líta eftir
hitanum einu sinni á dag.
Eftir því sem tilraununum
miðaði áfram, komu fleiri kost-
ir í Ijós. I venjulegum gróður-
húsum er erfiðleikum bundið að
halda við hæfilegu rakastigi,
vegna áhrifa sólarljóssins. I
jarðhúsinu helzt venjulega nógu
mikill raki án þess nokkuð sé
að gert. Og þetta á við bæði
sumar og vetur. Áhrifa árstíð-
anna gætir yfirleitt ekki. Erfið-
leika af völdum sólarleysis, of
mikillar sólar, of mikils kulda
eða of mikils hita, gætir ekki
í jarðhúsinu. Veðrið er eins og
hver vill hafa það, það má
breyta því eftir þörfum jurt-
anna.
En ljósræktun má víðar koma
fyrir en í jarðhúsum. Hvar sem
er innanhúss, má koma fyrir
gróðurhillum, líkt og rúmgóðum
bókahillum. Jurtirnar eru rækt-
aðar í aflöngum rennum eða
stokkum, sem standa á hillun-
um, en neðan á næstu hillu fyr-
ir ofan er komið fyrir fluore-
scentlamparörinu, og ræður
lengd þess lengd hillunnar. Hill-
urnar eru lokaðar að framan
með hurðum, sem eru á hjör-
um.
Birtuna er hægt að hafa mjög
breytilega. Fræplöntur má t. d.
hafa svo að segja fast við lamp-
ann, en stiklinga og aðrar jurt-
ir, er hæfilegt að hafa í um 30
cm f jarlægð frá lampanum. Þeir,
sem hafa gaman af tilraunum,
geta reynt mismunandi fjar-
lægðir og mismunandi lit Ijós á
mismunandi jurtir. Margt
skemmtilegt og óvænt mun
koma í ljós við slíkar tilraunir.
Að jafnaði vaxa flestar jurtir
bezt, ef Ijósið er Iátið loga frá
15 og upp í 24 tíma á sólarhring,
en nokkuð er þetta breytilegt
og verður að prófa sig áfram
með það.
Vísindamenn hafa t. d. upp-
götvað, að sumar nytjajurtir
vaxa á ákveðnum svæðum, ekki
svo mjög vegna loftslagsins,
heldur vegna þess, að þær þurfa
ákveðið magn dagsljóss og
myrkurs. Þegar raskað er þeirri
lengd dags og nætur, sem þeim