Úrval - 01.06.1948, Page 49
Borðbœnin.
Smásaga
eftir B. Xraven.
EGAR Chirps kom dag nokk-
urn heim á óvenjulegum
tima hitti hann elskulega eigin-
B. Traven er dulnefni eins af víð-
lesnustu rithöfundum nútimans. Bæk-
ur hans eru þó ekkert dularfullar,
flestar þeirra eru þróttmiklar, ævin-
týraríkar og spennandi skáldsögur,
sem minna á skáldsögur Jack Lond-
on. Flestar sögur hans komu út á
árunum 1920—40, oftast fyrst á
þýzku, og í Þýzkalandi og Rússlandi
átti Traven miklum vinsældum að
fagna. Af bókum hans má marka,
að hann er kunnugur sjómannslífi
og nákunnugur Mexíkó. Pósthólf í
pósthúsi í mexíkönskum smábæ er
eína heimilisfangið, sem hann hefur
Iátið uppi, og þrátt fyrir öll þau
hjálpartæki, sem nútímafréttaþjón-
usta lætur almenningi í té til að
svala forvitni sinni, hefur Traven
tekizt að varðveita leyndarmál sitt.
Ekkert er vitað um einkalíf hans;
það er álitið, að hann sé Þjóðverji
eða Ameríkumaður, en fyrir því er
engin vissa. öðru hverju birtast í
heimsblöðunum frásagnir af því, að
tekizt hafi að komast á slóð Travens,
en við nánari eftirgrennslan hafa það
alltaf reynzt villuslóðir. Menn verða
að láta sér nægja, að B. Traven
skrifar ágætar bækur, og virða þá
skoðun hans, að verk höfundarins
skipti almenning máli, en ekki einka-
líf hans. En ef þessi hlédrægni hans
hefur orðið til þess að auka út-
breiðslu bóka hans, getur slíkt vænt-
anlega kallast laun dyggðarinnar.
konu sína í kringumstæðum,
sem ekki eru sérlega þægilegar
fyrir hrekklausan eiginmann,
sem hefur talið sér trú um, að
slíkt mótlæti geti aldrei hent
hann, heldur aðeins aðra eigin-
menn.
Um stund stóð hann sem
steini lostinn, en náði sér þó
brátt, stokkroðnaði og — án
þess að líta augnablik af báðum
sökudólgunum — rétti hann
höndina að dragkistu, sem stóð
skammt frá, dró út efstu skúff-
una og tók skammbyssu upp úr
henni.
— f öllum bænum skjótið
ekki! sagði elskhuginn, sem
staðinn var að verki. Hann var
eins hvítur í framan og rúmvoð-
in, sem hann hafði sveipað um
sig í skyndi. — f guðanna bæn-
um, skjótið þér ekki, grátbændi
hann. Ég skal ganga að öllu,
bara ef þér skjótið ekki.
Eiginkonan, sem var jafnföl
félaga sínum í þessum unaðs-
leik, einblíndi á mann sinn, án