Úrval - 01.06.1948, Síða 61
MÖRGÆSAEYJAN
59
henni fyndist kyrtillinn ekki of
síður, en hún svaraði með sjálfs-
öryggi, að það væri hann ekki —
hún gæti haldið honum uppi.
Og svo tók hún með vinstri
hendinni bakatil í pilsið, dró
það skáhallt upp yfir mjöðmina
og gætti þess að hælarnir kæmu
í ljós. Síðan gekk hún af stað,
stuttum skrefum og vaggaði
sér í lendunum.
Hún leit ekki við, en um leið
og hún fór framhjá læk, gaut
hún augunum út undan sér til að
sjá spegilmynd sína í vatninu.
Mörgæsasteggur, sem mætti
henni, nam staðar undrandi,
snéri við og fór í humátt á eftir
henni. Á leið sinni meðfram
ströndinni mætti hún fleiri
steggjum, sem voru að koma í
land; þeim varð starsýnt á hana
og veittu henpi líka eftirför.
Þeir sem lágu á sandinum stóðu
upp og slógust í förina.
Og því lengra sem hún gekk,
því íleiri bættust í hópinn; þeir
komu niður slóðirnar ofan úr
fjöllunum, úr klettagjánum, og
utan af sjónum.
Og allir upp til hópa, full-
vaxta steggir með þreklegar
axlir og loðin brjóst, lipur ung-
menni, öldungar, sem hristu
hrukkóttan, rósrauðan feld sinn
undir hvítu hári, eða drógu á
eftir sér skorpna spóaleggina,
allir skunduðu áfram, blésu og
gáfu frá sér ramman þef og
hás hljóð. En hún hélt áfram og
virtist ekki taka eftir neinu.
„Faðir,“ hrópaði Magis,
„taktu eftir hvernig augu þeirra
allra beinast að þungamiðju
þessarar ungmeyjar eftir að
þessi þungamiðja hefur nú verið
hjúpuð klæðum. Himingeimur-
inn heillar ímyndunarafl stærð-
fræðingsins vegna hinna marg-
víslegu eiginleika sinna. Til þess
að holdlegir eiginleikar gætu
tendrað ímyndunarafl mörgæs-
anna var nauðsynlegt að hylja
þá sjónum augna þeirra. —
Sjálfum finnst mér aðdráttar-
afl þessarar mörgæsar ómót-
stæðilegt á þessari stundu.
Hvort það er af því, að pilsið
gefur mjöðmum hennar aukið
gildi, Ijær þeim í einföldum
tíguleik sínum sérstaka og jafn-
framt algilda eiginleika, en
hylur allt annað sjónum augn-
anna, hvort þetta er ástæðan,
get ég ekki sagt, en ég finn, að
ef ég tæki hana í fang mér,
mundi ég öðlast fullkomnun
mannlegrar hamingju. Óþol mitt
er svo mikið, að það væri til-
8*