Úrval - 01.06.1948, Page 73
ÓLYMPlULEIKARNIR TIL FORNA
71
langstökki, kringlukast, hlaupi,
spjótkasti og glímu.
Enn ein íþróttagrein varð
þegar frá leið mikilvægur
þáttur í Ölympíuleikunum. Það
voru hestaveðhlaupin. Það var
keppni milli tveggja stríðsvagna
með misjafnlega mörgum hest-
um fyrir. Seinna voru einnig
iðkuð folaldahlaup og jafnvel
múldýrahlaup. Sigurvegarinn
var fyrst og fremst eigandi
hestsins, en ekillinn fékk einnig
verðlaun. Af þessu má sjá, að
það var hvergi nærri algild
regla, að eigandinn æki sjálfur
vagni sínum.
Líkneski af þátttakendum
í hinum fornu Ölympíuleikum
eru oftast nakin. Það er ekki
uppátæki myndhöggvaranna.
Þátttakendurnir voru allsnaktir
þegar þeir kepptu, Upprunalega
höfðu þeir að vísu mittisskýlu,
en á fimmtándu Ólympíuleik-
unum skeði það óhapp, að hlaup-
arinn Orsippo missti af sér
mittisskýluna. Þá létu allir hinir
keppendurnir mittisskýlur sínar
falla, hvort heldur það var nú
af samúð, eða af því, að þeir
væru hræddir um að skýlan
tefði fyrir þeim á hlaupunum.
En upp frá því mættu þátttak-
endur naktir til leiks. Seinna
mættu dómararnir einnig naktir
til leiks, en til þess lá önnur
orsök. Eins og áður getur var
konum meinaður aðgangur að
hátíðarsvæðinu á helgum tíðum.
Eigi að síður tókst móður eins
keppandans að komast inn, dul-
búin sem dómari. Til þess að
slíkt endurtæki sig ekki var það
ráð tekið að láta dómarana vera
nakta.
Ýms vandamál komu til í
sambandi við Ólympíuleikana
þá eins og nú. Þó að ákveðnar
reglur væru um það, hverjir
mættu taka þátt í keppninni,
komu fyrir undantekningar,
sem taka varð afstöðu til. Einu
sinni var gerð krafa um það til
Ólympíunefndarinnar, að hún
útilokaði Hieron frá leikunum
fyrir óþjóðlega framkomu,
vegna þess að hann hafði ekki
tekið þátt í frelsisbaráttunni
gegn Persum.
Hafa Ölympíuleikarnir verið
haldnir óslitið fram á þenna
dag? Nei. Rómverjar lögðu
undir sig Grikkland og róm-
versku keisararnir litu ekki
þessa grísku þjóðhátíð allir
jafnhýru auga. Þegar her-
námsyfirvöldin bönnuðu, að
haldnar yrðu fjöldasamkomur,
var auðvitað heldur ekki leyfi-