Úrval - 01.06.1948, Síða 73

Úrval - 01.06.1948, Síða 73
ÓLYMPlULEIKARNIR TIL FORNA 71 langstökki, kringlukast, hlaupi, spjótkasti og glímu. Enn ein íþróttagrein varð þegar frá leið mikilvægur þáttur í Ölympíuleikunum. Það voru hestaveðhlaupin. Það var keppni milli tveggja stríðsvagna með misjafnlega mörgum hest- um fyrir. Seinna voru einnig iðkuð folaldahlaup og jafnvel múldýrahlaup. Sigurvegarinn var fyrst og fremst eigandi hestsins, en ekillinn fékk einnig verðlaun. Af þessu má sjá, að það var hvergi nærri algild regla, að eigandinn æki sjálfur vagni sínum. Líkneski af þátttakendum í hinum fornu Ölympíuleikum eru oftast nakin. Það er ekki uppátæki myndhöggvaranna. Þátttakendurnir voru allsnaktir þegar þeir kepptu, Upprunalega höfðu þeir að vísu mittisskýlu, en á fimmtándu Ólympíuleik- unum skeði það óhapp, að hlaup- arinn Orsippo missti af sér mittisskýluna. Þá létu allir hinir keppendurnir mittisskýlur sínar falla, hvort heldur það var nú af samúð, eða af því, að þeir væru hræddir um að skýlan tefði fyrir þeim á hlaupunum. En upp frá því mættu þátttak- endur naktir til leiks. Seinna mættu dómararnir einnig naktir til leiks, en til þess lá önnur orsök. Eins og áður getur var konum meinaður aðgangur að hátíðarsvæðinu á helgum tíðum. Eigi að síður tókst móður eins keppandans að komast inn, dul- búin sem dómari. Til þess að slíkt endurtæki sig ekki var það ráð tekið að láta dómarana vera nakta. Ýms vandamál komu til í sambandi við Ólympíuleikana þá eins og nú. Þó að ákveðnar reglur væru um það, hverjir mættu taka þátt í keppninni, komu fyrir undantekningar, sem taka varð afstöðu til. Einu sinni var gerð krafa um það til Ólympíunefndarinnar, að hún útilokaði Hieron frá leikunum fyrir óþjóðlega framkomu, vegna þess að hann hafði ekki tekið þátt í frelsisbaráttunni gegn Persum. Hafa Ölympíuleikarnir verið haldnir óslitið fram á þenna dag? Nei. Rómverjar lögðu undir sig Grikkland og róm- versku keisararnir litu ekki þessa grísku þjóðhátíð allir jafnhýru auga. Þegar her- námsyfirvöldin bönnuðu, að haldnar yrðu fjöldasamkomur, var auðvitað heldur ekki leyfi-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.