Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 77
FÉGRÁÐUGIR APAR
75
tekið þátt í „skyldusparnað-
inum“ án þess að mögla, en
hann hafði enga þolinmæði
gagnvart svona bjánaskap.
Hann setti spilapening í rifuna
á sjálfsalanum og lagði lófann í
skálina. Þegar engin appelsína
kom, þreif hann báðum höndum
um sjálfsalann og hristi hann
ákaft. Hann var eins og svangur
maður, sem sett hefur 25-eyring
í bilaðan pylsusjálfsala, og fær
enga pylsuna.
Þegar hér var komið, voru
Mósi og Bimba orðin verulega
aurasjúk. Þegar þeim var leyft
að vinna við vinnuvélina eins
lengi og þau vildu, söfnuðu þau
sér stórum hrúgum af pening-
um. Mósi hélt áfram að lyfta 18
punda handfanginu í tíu mínút-
ur og hafði þá safnað sér 185
peningum.
En það kom í ljós, að þau
drógu fljótlega af sér við vinn-
una; í fyrstu unnu þau að kappi,
en hægðu síðan á sér með hverri
mínútunni sem leið. Ekki virtist
sem um þreytu væri að ræða og
dr. Wolfe dró þá ályktun, að
aukin peningaeign drægi úr
vinnulönguninni.
Mósa var aftur leyft að vinna
við vinnuvélina eins oft og hann
vildi í tíu mínútur, en í þetta
skipti voru honum gefnir 30
peningar áður en hann byrjaði
að vinna. Hann lyfti handfang-
inu 13 sinnum. Tilraunin var
endurtekin nokkrum sinnum,
en alltaf með sama árangri.
Þegar Mósi var orðinn alveg
blankur, lyfti hann handfanginu
að minnsta kosti 100 sinnum; en
ef hann fékk forgjöf voru af-
köstin alltaf minni. Sjimpansan-
um var þanníg líkt farið og
mörgum manninum; vinnukapp
hans og afköst fóru mjög eftir
því, hvernig hann var f járhags-
lega staddur.
Sjimpansar dr. Wolfes höfðu
lært að taka hvíta spilapeninga
fram yfir látúnspeninga, en
gátu þeir lært að meta mismun-
andi gildi peninga?
Til að fá svar við þessari
spurningu bætti dr. Wolfe við
nýjum tegundum af peningum
og nýjum söluvarningi. Látúns-
skildingarnir voru áfram einskis
virði og fyrir hvítu spilapening-
ana fékkst enn ein appelsína;
en þegar blár spilapeningur var
látinn í sjálfsalann komu úr
honum tvær appelsínur. Fyrir
rauðan spilapening fékkst glas
af vatni.
Og ef sjimpansamir stungu
gulum spilaperfing í rifu við