Úrval - 01.06.1948, Side 82

Úrval - 01.06.1948, Side 82
80 ÚRVAL viku fyrir þessu öllu. Öll okkar vandamál verða leyst.“ Það hefði verið þýðingarlaust, þó að ég hefði sagt honum, að ég ætti bíl, útvarpstæki og gæti keypt allan þann mat, sem mig langaði í — og hefði samt ekki leyst vandamál mín. Og að vinnutími minn væri sá ákjósanlegasti, sem hægt væri að hugsa sér. Hann mundi hvorki hafa skilið mig né trúað mér. Hvort sem einstaklingurinn er fasisti eða kommúnisti, þá verður hann að lokum að standa einn í baráttunni við sjálfan sig, við skyldfólk sitt og vini, við þjáningu sína og dauða. Enginn „ismi“ getur lifað fyrir okkur. í stað þess verðum við að taka lxfinu eins og það í rauninni er — sem próf- raun á gildi okkar, en án þess mundum við aldrei þekkja okkur sjálf né heldur ná fullum þroska. Mesti styrkur minn í lífinu er minningin um erfiðleika, sem ég mætti með djörfung. Hitt er satt, að þráin eftir öryggi og jafnvægi er okkur meðfædd, og ég skal játa hreinskilnislega, að ég er að nokkru leyti undir sömu sökina seld, enda þótt ég sé að andmæla henni. Ég á það til að reikna saman, hvað mikið ég muni eiga í veraldlegum gæð- um; ég reikna mér vini mína, rithöfundaferil minn og jafnvel ólifuð æviár til tekna. Allt í einu verður mér ljóst, að bankinn getur orðið gjaldþrota og spari- fé mitt þannig orðið að engu; og vinir mínir geta dáið. Ég sit yfir þessxnn hryggilega útreikn- ingi, altekin ótta og kvíða. En brátt næ ég mér aftur. Ég loka ávísanabókinni. Ég sætti mig við hverfulleik vináttunar og óstöðugleik lífsins. Á hverju get ég þá byggt traust mitt? Svar mitt er: Á mér sjálfri. Þetta kann að virðast veiga- lítið svar. En ég á ekki við hina sýnilegu persónu, heldur minn innra mann, sem ég hef fundið, þegar ég hef ratað í andstreymi og óhamingju. Ég hef komizt að raun um, að hann er til, enda þótt hann sé falinn og beri lítið á honum í atburðum daglegs lífs. Hann kemur mér aftur til hjálpar, ef á þarf að halda. Hverju ætti ég þá að kvíða ? Ég er ekki kredduföst í trú- málum, en ég trúi á guð. Og ég trúi á tilveru sálarinnar; ég hefi rekið mig á raunveruleika hennar. Ef ég hef lent í erfiðleikum og jafnvel verið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.