Úrval - 01.06.1948, Side 99
SJÁLFSÆVISAGA MANNSINS
97
er nú. Ég hafði eins stóran
heila og nútímamaðurinn. Frá
þessum tíma hafa breytingar á
líkamsbyggingu minni litla þýð-
ingu fyrir framvindu sögu
minnar. í stað þess ætla ég að
segja frá breytingum á lifnaðar-
háttum mínum. Slíkar breyting-
ar gátu gerzt á stuttum tíma, en
breytingar á líkamanum tóku
ávallt langan tíma. Ef ég hefði
t. d. átt að vera góður veiði-
maður með því að öðlazt sterk-
ar og langar rándýrstennur eins
og úlfurinn eða tígrisdýrið, þá
hefði sú þróun tekið miljón ár.
En mér tókst að finna upp spjót-
ið og læra notkun þess — og
þetta tók mig ekki lengri tíma
en nokkrar kynslóðir.
I stuttu máli: Það sem greindi
mig einkum frá dýrum var sú
staðreynd, að þau urðu að laga
sig eftir umhverfinu, en mér
tókst, að vísu innan vissra tak-
marka, að breyta umhverfinu
mér í hag. Ef veðurfar kólnaði,
varð sérhver dýrategund að
deyja þar sem hún var komin,
hörfa til heitara landsvæðis eða
bíða þess að loðfeldur skapaðist
á líkama hennar. En ég kveikti
bál og klæddi líkama minn, og
þannig skapaði ég heim (við
bálið og innan klæðanna), þar
sem ég gat lifað góðu lífi, enda
þótt ég væri hárlaus.
Fólk lítur á þessa frummenn
með meðaumkun. En ég er ekki
viss um, að líf þeirra hafi verið
aumkunarvert. Þeir gátu not-
ið allra hinna frumstæðu
nautna, og sennilega á fyllri
hátt en síðari tíma menn. Þeir
þráðu ekki munaðarlíf, því að
þeir þekktu það ekki. Einstakl-
ingurinn var að sumu leyti sjálf-
ráður gerða sinna. Kynþáttur-
inn lifði við daglega æsing veiði-
ferðanna, en ekki af ,,vinnu.“
Upp frá þessu hef ég verið
mjög hrifinn af slíku lífi. Löngu
síðar, þegar hvítir menn voru að
leggja undir sig Norður-Ame-
ríku, hurfu þúsundir þeirra frá
siðmenningunni og gerðust
veiðimenn meðal rauðskinna,
en fáir rauðskinnar hurfu á
hinn bóginn til borganna og
siðmenningarlífsins þar.
O
Á þessu tímabili steinaldar-
innar var ég farinn að læra að
kveikja eld með ýmsum aðferð-
um. Ég var líka búinn að full-
komna verkfæri mín. Ég var
farinn að nota nálar og klæðn-
aður minn var orðinn vandaðri.
Ég var farinn að smíða skart-
gripi og bera þá. Ég var farinn