Úrval - 01.06.1948, Page 119

Úrval - 01.06.1948, Page 119
SJÁLFSÆVISAGA MANNSINS 117 höfðu verið leyst. Á hinn bóg- inn hafði líka verið um aftur- för að ræða. Þannig höfðu Babyloníumenn fundið upp tugakerfið, en er þessari þjóð hnignaði, tóku hvorki Grikkir né Rómverjar það upp. Hrun rómverska ríkisins á fimmtu öld hefur venjulega ver- ið látið tákna aldahvörf, og get ég fallizt á það, en þó ekki af venjulegum ástæðum. f augum þeirra manna, sem tala um „sköpun og hrun sið- menninga“ er hrun Rómaveldis vafalaust þýðingarmikill at- burður. En þegar ég horfi um öxl yfir sögu mína, þá get ég ekki komið auga á „hrun“ neinnar ,,siðmenningar.“ Borg- ir og kynþættir, þjóðir og ríki hafa verið sigruð og verið bylt um að meira eða minna leyti, yfirstéttum til mikils baga, og alþýðunni jafnvel stundum líka. En dýrmætustu eignir siðaðra manna, svo sem jarðrækt, kvik- f járrækt, málmsmíði og lífsvenj- ur, hafa aldrei verið eyðilagðar. Menningunni í heild hefur aldrei verið kollvarpað. Þrátt fyrir hrun rómverska ríkisins var menningin því í góðu gengi á fjórum fimmtu hlutum yfirráðasvæðis síns — allt frá Byzant, gegnum nýja, persneska ríkið, um Indiand og alla leið til Kína. Svo mætti jafnvel að orði komast, að menningin hefði líka náð sæmilegri fótfestu í Ame- ríku. Þegar litið er á heildina, getur það naumast hafa skipt miklu máli, þó að gervöll Vestur Evrópa væri um þetta leyti undirokuð af villimannakyn- þáttum. 1 Alexandríu og Antiokkíu hafa menn ekki tekið sér þennan atburð nærri; þessar borgir höfðu lifað sköpun Rómaveldis, og nú lifðu þær hrun þess. f borgum Ind- lands og Kína var frásögnin af hruni þessa heimsveldis lík ó- Ijósum og ómerkilegum orð- rómi. Hrun Rómaveldis virtist ekki vera annað en endurtekning fyrri viðburðar. Villimannakyn- þættir höfðu ráðist inn í nokkr- ar borgir — alveg eins og Hebrear, Grikkir, Persar og margar aðrar þjóðir höfðu ráð- izt inn í aðrar borgir fyrr á tím- um. Spekingurinn gat yppt öxl- um og sagt: „Það er alltaf sama sagan. Það verða róstur og hermdarverk dálitla stund. Svo fer allt á sama veg og fyrr. Borgir rísa upp aftur. Konung-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.