Úrval - 01.06.1948, Qupperneq 119
SJÁLFSÆVISAGA MANNSINS
117
höfðu verið leyst. Á hinn bóg-
inn hafði líka verið um aftur-
för að ræða. Þannig höfðu
Babyloníumenn fundið upp
tugakerfið, en er þessari þjóð
hnignaði, tóku hvorki Grikkir
né Rómverjar það upp.
Hrun rómverska ríkisins á
fimmtu öld hefur venjulega ver-
ið látið tákna aldahvörf, og get
ég fallizt á það, en þó ekki af
venjulegum ástæðum.
f augum þeirra manna, sem
tala um „sköpun og hrun sið-
menninga“ er hrun Rómaveldis
vafalaust þýðingarmikill at-
burður. En þegar ég horfi um
öxl yfir sögu mína, þá get ég
ekki komið auga á „hrun“
neinnar ,,siðmenningar.“ Borg-
ir og kynþættir, þjóðir og ríki
hafa verið sigruð og verið bylt
um að meira eða minna leyti,
yfirstéttum til mikils baga, og
alþýðunni jafnvel stundum líka.
En dýrmætustu eignir siðaðra
manna, svo sem jarðrækt, kvik-
f járrækt, málmsmíði og lífsvenj-
ur, hafa aldrei verið eyðilagðar.
Menningunni í heild hefur aldrei
verið kollvarpað.
Þrátt fyrir hrun rómverska
ríkisins var menningin því í
góðu gengi á fjórum fimmtu
hlutum yfirráðasvæðis síns —
allt frá Byzant, gegnum nýja,
persneska ríkið, um Indiand og
alla leið til Kína.
Svo mætti jafnvel að orði
komast, að menningin hefði líka
náð sæmilegri fótfestu í Ame-
ríku. Þegar litið er á heildina,
getur það naumast hafa skipt
miklu máli, þó að gervöll Vestur
Evrópa væri um þetta leyti
undirokuð af villimannakyn-
þáttum. 1 Alexandríu og
Antiokkíu hafa menn ekki
tekið sér þennan atburð
nærri; þessar borgir höfðu lifað
sköpun Rómaveldis, og nú lifðu
þær hrun þess. f borgum Ind-
lands og Kína var frásögnin af
hruni þessa heimsveldis lík ó-
Ijósum og ómerkilegum orð-
rómi.
Hrun Rómaveldis virtist ekki
vera annað en endurtekning
fyrri viðburðar. Villimannakyn-
þættir höfðu ráðist inn í nokkr-
ar borgir — alveg eins og
Hebrear, Grikkir, Persar og
margar aðrar þjóðir höfðu ráð-
izt inn í aðrar borgir fyrr á tím-
um. Spekingurinn gat yppt öxl-
um og sagt: „Það er alltaf sama
sagan. Það verða róstur og
hermdarverk dálitla stund. Svo
fer allt á sama veg og fyrr.
Borgir rísa upp aftur. Konung-