Úrval - 01.06.1948, Síða 121
SJÁXjFSÆVISAGA mannsins
119
evrópsk tungumál. Þessar þjóð-
ir gátu ekki stært sig af mikl-
um afrekum, og það var ekki
hægt að segja, að þær væru á
sérstaklega háu stigi andlega á
þessum tímum. Samt urðu Vest-
ur-Evrópumenn til þess að
skapa heim nútímans. Hvers
vegna ?
Ég tel, að hið ólíka landslag
sé ein ástæðan. Vestur- og Norð-
ur-Evrópa var ólík löndunum
við Miðjarðarhafið. Það var
kaldara og votviðrasamara en í
Miðjarðarhafslöndunum, og því
ekki góð skilyrði til kornrækt-
ar, en grasspretta var góð. Loft-
slagið var ef til vill ekki hollt
fyrir menn, en skepnur þrifust
ágætlega. I Egyptalandi og
Mesopotamíu, var fólksfjöldinn
mikill, en lítið um kvikfénað.
Þar voru helztu húsdýrin geitur,
asnar og úlfaldar, sem gátu lif-
að af þurr og löng sumrin á afar
lélegu beitilandi. 1 hinu góða
haglendi Englands og Frakk-
lands gat sauðfé, kýr og hestar
þrifizt og safnað holdum, og
nægilegs heyfangs var auðvelt
að afla til vetrarins. I eikar-
skógunum gengu svínin sjálfala.
Þannig var nóg af kvikfénaði
í Evrópu miðaldanna, hann var
ódýrari en mannfólkið. Þar sem
fólkið var fátt samanborið við
matvælabirgðirnar, var ánauð
vart hugsanleg. Einstakur her-
maður eða jafnvel einstakur
verkamaður var dýrmætur.
Einstaklingurinn naut nokkurr-
ar virðingar og var því ekki
sneiddur sjálfsáliti. Þannig
héldu þessir fornu Evrópumenn,
hernaðarvenjur sínar í heiðri
og gleymdu þó ekki lýðræðis-
hugmyndinni. Og þeir héldu á-
fram viðleitninni til að ná nýj-
um yfirráðum yfir heiminum og
koma á nýjum lifnaðarháttum.
O
Það hefur oft verið sagt við
mig, manninn, að ég hafi yndi
af allskonar tækjum. Þau hafa
gefið mér vald yfir heiminum,
og ég hef tekið eftir því, að þeg-
ar nýjar uppfinningar koma
fram, sigla nýir lifnaðarhættir
í kjölfar þeirra.
Eftir árið 1000 hófst tímabil
hinna nýju tækja, en jafnframt
voru eldri uppfinningar notaðar
á annan hátt en fyrr.
Það er venja að telja púðrið
og prentlistina fyrstu mikil-
vægu uppfinningar í upphafi nú-
tímans. En mikilvægari tel ég
hina miklu notkun vatnsaflsins,
sem farin var að tíðkast fyrr.
I kringum 1080 lét Vilhjálmur