Úrval - 01.06.1948, Blaðsíða 129
SJÁLFSÆVISAGA MANNSINS
12T
sínum. Sumir halda því fram,
að styrjaldir muni verða mér
að aldurtila. Stríð getur að vísu
þurrkað út íbúa einnar borgar
eða héraðs, en ekkert stríð, sem
við þekkjum, hefur strádrepið
heila þjóð, jafnvel ekki þó að
drepsótt og hungursneyð hafi
siglt í kjölfar þess. Ég tel eng-
ar líkur til, að mér takist
að stytta mér aldur með stríði.
Við skulum gera okkur í hug-
arlund ægilegasta stríð, sem
hugsast getur nú á tímum — að
heimurinn sé klofinn í tvær and-
stæðar fylkingar, álíka öflugar,
og að hvor um sig láti kjarn-
orkusprengjum rigna yfir and-
stæðinginn. Jafnvel slíkt stríð
gæti ekki útrýmt manninum
því að þá yrði að láta sprengj-
urnar falla á hvert einasta
smáþorp, yfir skógarflæmin og
yfir Eskimóabyggðirnar við jað-
ar Norðurheimsskautsíssins. Ég
heid, að þeir, sem smíðuðu og
skytu k j amorkuspreng junum,
myndu farazt á undan og að
eyðileggingunni hlyti þá að létta,
og að mörg fjarlæg byggðarlög
myndu sleppa ósködduð.
Önnur algeng spurning er á
þessa leið: „Verður menningin
áfram við lýði ?“
Ég er líka þeirrar skoðunar.
Enda þótt ég búist við, að menn-
ingin týnist fyrr en maðurinn,
þá er seigt í henni. Þrátt fyrir
allt masið um sköpun hennar og
hrun, hefur hún aldrei tortímzt
til þessa. Ef við eigum við as-
syrísku og rómversku keisara-
ríkin með orðinu ,,menning“, þá
hafa þau farizt. En ef við álít-
um menninguna vera akuryrkju,
málmsmíði, félagslegar erfða-
venjur og þessháttar -— þá hef-
ur menningin aldrei tortímzt.
Þessvegna mundi saga mín
halda áfram jafnvel eftir hið
ægilegasta stríð, og þó að menn-
ingin yrði ekki eins margbrot-
in, þá fer f jarri því, að hún yrði
frumstæð.
Gerum ráð fyrir, að siðmenn-
ingin haldi velli. Vafalaust á
maðurinn eftir að taka í notkun
flóknari og undursamlegri vélar
en nú eru til, en skoðun mín er
sú, að hann eigi líka eftir
að auka húsdýrastofn sinn.
Egyptar voru byrjaðir á því að
nota apa fyrir vinnudýr, en það
féll niður, er þrælahaldið komst
á. Ég álít, að það eigi að nota
apa til vinnu, t. d. til þess að
tína ávexti og þvo glugga, og
síðar (þegar þeir eru orðnir
hreinlegri), til þess að þvo mat-
arílát. Áður en langt um líður