Úrval - 01.12.1956, Page 49

Úrval - 01.12.1956, Page 49
Sá, sem byggir liúf Bitt á bjargi . . . Fast land og fast land er sitthvað. Grein úr „The New York Times Magazine“, eftir William Fitzgibbon. CÁ möguleiki að maðurinn og ^ verk hans sökkvi í jörðu er ekki á næstu grösum. En hitt er staðreynd, að undirstaðan undir mannvirkjum hans er ekki alltaf svo traust sem skyldi. Síðasta áminningin í því efni eru fréttirnar af því að halli turninn í Písa sé enn að siga hallamegin og að viðbúið sé að nauðsynlegt verði að rífa hann. Hvergi er sig mannvirkja jafnalvarlegt vandamál og í Mexíkóborg og Feneyjum. Þar eru ekki aðeins einstakar bygg- ingar, heldur heil hverfi í hættu. Allur miðhluti Mexíkóborgar er á hægri leið til neðri byggða. Námaskólinn, gömul og þung bygging, hefur sigið fjögur fet í miðjunni. Upp að dyrum Lista- safnsins lágu áður allmörg steinþrep, en nú eru þær í götu- hæð. Jafnvel nýlegar byggingar eru byrjaðar að síga. Sum strætin hafa sigið tólf til fjór- tán þumlunga á ári. Orsökin er sú, að borgin var reist í djúpri eldfjallaskál, sem full er af vikri. Vikurinn er kvikur af vatni. Með þunga sín- um þjappa byggingarnar vikr- inum saman. Brunnar, sem grafnir eru, draga til sín vatn og við það þjappast vikurinn enn meira saman. 1 hvert skipti, sem borgarbúi drekkur sopa af vatni sígur borg hans ögn til viðbótar. I Feneyjum er orsökin sú, að vatnið er að éta í sundur undirstöður borgarinnar. Þessi borg skurðanna er að mestu leyti reist á eikar- og furustoð- um, en á milli þeirra er kalk- steinn. Neðst hafa stoðirnar haldið sér, en ofar, þar sem vatnið gjálfrar við þær og hleypir að lofti (og bakteríum), eru þær farnar að fúna. Sú hætta vofir yfir, að þrjú þúsund hallir, minnismerki og hús steypist einn góðan veður- dag í skurðina. Varla er nú leng- ur nokkur bygging með lóð- rétta og beina veggi. Þrep, sem áður lágu niður að vatnsborðinu, eru nú komin í kaf, og þrösk- uldar nema við vatnsborð. Svo alvarlegt er sigið, að sumir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.