Úrval - 01.12.1956, Page 90

Úrval - 01.12.1956, Page 90
88 ÚRVAL gegna sama hlutverki. En eins og kennslu er nú háttað vant- ar mikið á, að hún geti látið í té þann kjarna, sem er mann- legri hugsun nauðsynlegur. Eðlislæg forvitni mannsins á sér engin takmörk. Óþvingað, náttúrulegt nám er heillandi við- fangsefni, sem sérhver heil- brigður unglingur sækist eftir. En ýmislegt í kennslufyrir- komulagi voru miðar að því að bæla hana niður, m. a. með því að gera í nafni lýðræðisins sömu kröfu til allra barna án tillits til hæfileika. Þegar heilinn hafði náð þeim þroska, að hann gat fætt af sér hugsun, sköpuðust stórlega bætt skilyrði til framþróunar. Þegar náttúran velur úr þeim breytingum, sem tilviljunar- kenndar stökkbreytingar valda, þurfa slíkar tilraunir oft að endurtaka sig milljón sinnum áður en ein jákvæð breyting verður. Þegar skynseminni er beitt, þarf kannski aðeins hundrað tilraunir. Þegar mað- urinn hafði öðlast hæfileika til þess að komast að réttri niður- stöðu með því hugtengslaferli sem vér nefnum skapandi í- myndunarafl, nægðu oft á tíð- um tvær tilraunir, svo sem eins og þegar Newton fann lögmál þyngdaraflsins. Flestar mann- legar framfarir eru nú árangur þesskonar skapandi ímyndunar- afls, sem byggt er á því að rétt sé blandað saman greind og til- finningu. Snillingurinn skarar ekki fyrst og fremst fram úr í dóm- greind, minni eða jafnvel gáf- um, heldur í skapandi ímynd- unarafli, sem er æðsta þróunar- stig mannsheilans. Hinn merki- legi hæfileiki mannsins til að sjá fyrir hugskotssjónum sínum myndir af því, sem augu vor hafa aldrei litið, opnar leið tiL þess að draga fram úr dulvit- undinni ný, frumleg hugrnynda- tengsl. Þa.ð köllum vér innblást- ur. 1 dulvitundinni eru sífellt að myndast ný og ný tengsl. Þau tengsl eru öll út í bláinn og' flest gagnslaus og myndirnar sem þau skapa afskræmdar. En í heila manns, sem hefur frjótt ímyndunarafl, skapast stundum í dulvitundinni mynd- ir, sem eru mikillar merkingar, og getur með skjótum hætti skotið upp í vitundinni. Skáld halda því oft fram, að þau viti ekki um hvað þau séu að yrkja fyrr en kvæðinu er lokið. Þetta hafa sumir talið vísbendingu um, að innblástur- inn komi frá öðrum heimi, of- ar huganum, en sönnu nær er að segja, að hann komi úr djúpi hugans og sé því sköpunarverk heilans sjálfs. Er fram líða stundir er lík- legt að beiting skapandi ímynd- unarafls verði ekki forréttindi fárra útvalinna snillinga. held- ur almenn mannleg reynsla. Vera kann að næstu fimm eða fimmtíu þúsund árin verði heil- inn margbrotnari fyrir áhrif vel-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.