Úrval - 01.12.1956, Qupperneq 99

Úrval - 01.12.1956, Qupperneq 99
ÁSTRÍÐA 97 þjónustustúlkuna, þegar hún var á gangi eftir stígnum sem lá frá húsinu að ytra hliðinu. Stúlkan, sem hét Rósa (Huang- niang) var hreinskilin og blátt áfram, ekki ósnotur og talsvert veraldarvön. Yuan notaði tæki- færið til þess að spyrja um heimasætuna. Hann var blóð- rjóður í framan og Rósa brosti kankvíslega. „Segðu mér, er dóttirin trú- lofuð?“ „Nei. Af hverju spyrð þú að því “ ,,Ja, við erum skyld, og mig langar til að vita meira um hana. Við höfum verið kynnt, eins og þú veizt, en ég hef aldrei fengið tækifæri til að tala við hana. Mig langar svo mikið til að ná tali af henni.“ Rósa horfði þegjandi á hann. „Segðu mér, af hverju forð- ast hún mig?“ „Hvernig ætti ég að vita það?“ „Hún er svo dásamleg stúlka, svo fáguð og prúð — ég dáist að henni,“ sagði Yuan að lok- um. „Hversvegna biður þú ekki móður hennar um að fá að hitta hana?“ „Þú skilur þetta ekki. Hún segir varla orð þegar móðir hennar er viðstödd. Gæti ég ekki hitt hana eina? Hún hefur ekki farið úr huga mér, síðan ég sá hana fyrst.“ „Ég skil hvað þú átt við,“ sagði stúlkan. Hún brá hend- inni fyrir munninn til þess að kæfa hláturinn og greikkaði sporið. „Rósa! Rósa!“ kallaði hann á eftir henni. Þegar hún hafði numið staðar, sagði hann: „Rósa, ég grátbæni þig. Þú verður að hjálpa mér.“ Stúlkan horfði lengi á hann og sagði að lokum: „Ég mundi ekki þora að færa henni slík skilaboð. Hún er ákaflega ströng og siðavönd stúlka. Hún hefur aldrei talað við ungan mann. Yuan, þú ert heiðursmaður og hefur gert fjölskyldunni mik- inn greiða. Ég kann vel við þig. Ég skal segja þér frá leynd- armáli. Hún les og yrkir ljóð, og situr oft með bækur, nið- ur sokkin í hugsanir sínar. Þú gætir ort kvæði til hennar. Það væri ef till vill eina leiðin til að vekja hjá henni ást til þín, ef það er yfirleitt mögulegt. Og' þú ættir að vera mér þakklátur fyrir að hafa gefið þér þetta heillaráð.“ Hún veifaði hend- inni gletnislega til hans. Daginn eftir sendi Yuan eftir. farandi ljóð með stúlkunni: Græn birta laugar þöglan, djúpan garðinn; kvakandi þrösturirin er þögull, hvílir í skugganum. Tregandi unnustinn sér aðeins krónublöð blómanna, sem fljóta burt með læknum, og honum finnst allt glatað. Ég horfði á mánasigðina í dögun,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.