Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 11
LÆKNANEMINN
11
snertir fjölda annálahöfunda, þá
er mismunur á bráðdauðafaröldr-
unum of áberandi, til þess að það
geti verið sannfærandi skýring.
Manni verður á að láta hugann
aftur hvarla til hákarlaveranna. I
sambandi við blæðingarnar, sem
taldar voru, að stöfuðu af neyzlu
nýs hákarls, gæti manni komið til
hugar A-vítamíneitrun. Það er
kunnugt af A-vítamín tilraunum á
rottum, að margar þeirra, er lét-
ust úr þeirri eitrun, voru með
miklar innvortis blæðingar, ogþær,
sem voru þungaðar, dóu af leg-
blæðingum (72), En það er ekki
vitað til, að menn hafi látizt úr A-
vítamíneitrun, en þeir hafa veikzt
hastarlega af henni með höfuð-
verk og uppsölu og síðan skinn-
flagningi. Maður, sem tók 6
milljónir alþjóða eininga (a. e.)
af A-vítamíni á dag í 5 daga, veikt-
ist þá skyndilega, og voru aðalein-
kennin svimi (73). Nú er mér ekki
kunnugt um magn A-vítamíns í
nýjum hákarli, en miðað við það,
sem er í öðrum feitum fiski, 100—
300 a. e. á 100 g af lúðu eða laxi,
þá er hæpið að gera ráð fyrir svo
miklu magni í hákarli, að eitrun
hljótist af. En öðru máli gegnir
um hákarlslifur og hákarlalýsi. I
því eru 3 millj. a. e., svo af því og
lifrinni gætu hlotizt alvarlegar
eitranir. I þessu sambandi minn-
ist ég fréttar frá Víðinesi á Strönd-
um, er stóð í Morgunblaðinu 22.
marz 1955. I henni skýrir frá því
,,að 10 ær komust í þorskalifur, er
skilin hafði verið eftir í stampi
fyrir utan beitingaskúr með þeim
afleiðingum, að 4 ærnar drápust
strax, en hinar sex fárveiktust.
Létu þær lömbunum allar...“
(67. tbl. p. 16). Hér er vafalaust
um A-vítamíneitun að ræða, og
eru þó ekki nema um 60.000 a. e.
í 100 g af þorskalifur (um 100,000
a. e. í þorskalýsi). En ekki er vit-
að, hve mikið magn lifrar kom á
hverja á, þó á maður bágt með að
ímynda sér, að nokkur þeirra hafi
torgað meiru en 2 kg (1,2 millj.
a. e.). Það er svo einkennileg til-
viljun, að sú eina A-vítamíneitrun
á mönnum, sem ég veit um hér á
landi, verður einnig í Strandasýslu.
Henni lýsir Magnús Jóhannsson,
héraðslæknir, í Læknablaðinu 1918.
Alls veiktust 13—14 menn á tveim
heimilum eða allir, sem neytt
höfðu soðinnar og steiktrar kamp-
selslifrar. Veikin byrjaði um 4
stundum eftir máltíðina með höf-
uðverk og hita, tveir, sem mest
borðuðu af lifrinni, fengu einnig
uppsölu. Eftir 4—5 daga kom svo
skinnflagningur í andliti, en þá
voru hin einkennin rnn garð geng-
in (71). Kampselslifur er óvenju
auðug af A-vítamíni, um 1,3 millj.
a. e. í 100 g, en varla er ger-
andi ráð fyrir, að þeir, er
mest borðuðu af henni, hafi
komizt hærra en í y2 kg eða
í 6—7 millj. a. e. af A-vítamíni.
Af þessu mætti telja líklegt, að
æði margar milljónir a. e. af A-
vítamíni myndi þurfa til þess að
valda dauða fullfrísks manns.
En hvað um skyrbjúgssjúklinga,
þola þeir A-vítamín eins vel og
heilbrigðir? Blæðingar eru algeng
dánarorsök bæði við skyrbjúg og
A-vítamíneitrun og því ekki óeðli-
leg ályktun, að þegar hvortveggja
færi saman, magnaðist blæðingar-
hættan. Mér er ekki kunnugt um,
að nein athugun hafi verið gerð á
því, hver sé banvænn skammtur
A-vítamíns fyrir tilraunadýr, sem
haldin eru skyrbjúgi. Að svo
komnu máli verður því þessari
spurningu ekki svarað með vissu.
En það er staðreynd, að vöntun á
C-vítamíni dregur úr getu band-
vefsfruma til að mynda milli-