Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 123
LÆKNANEMINN
10 7
ÁSMUNDUR BREKKAN, læknir =
Uppgötvun Röntgens
— 75 ára minning —
Erindi flutt 15. marz 1971 fyrir Félag áhugamanna um sögu
læknisfræðinnar, nokkuð stytt.
Rétt fyrir áramótin 1895—1896
gerðist það suður í Wiirtzburg í
Þýzkalandi, að eðlisfræðiprófess-
orinn og vísindamaðurinn Wilhelm
Conrad Röntgen gerði þá upp-
götvun í rannsóknarstofu sinni,
röntgengeislunina, sem síðan hef-
ur borið hans nafn, og talin er
eitt mesta og merkasta tillag eðlis-
fræðinnar til hagnýtrar læknis-
fræði fyrr og síðar.
Það fer vel á því að minnast
þess, að 75 ár eru liðin frá þessari
uppgötvun nú á fyrri hluta þessa
árs, þar eð raunverulega birtist
ekkert um uppgötvun Röntgens
frá hans hendi fyrr en í janúar
1896 og marz sama ár, eða fyrir
réttum 75 árum, enda þótt ártalið
á fyrstu greininni hans sé 1895, og
mun nánar vikið að því hér á
eftir.
Það er forvitnilegt að staldra
við og athuga, hvað var að gerast
úti í þeim stóra heimi og hér uppi
á voru landi, Islandi, um það leyti,
þ. e. a. s. um áramóti 1895—1896
og á árinu 1896. Sé litið út í heim,
var þar óvenju friðsamlegt um að
litast um þetta leyti. Vilhjálmur
II. Þýzkalandskeisari var ekki bú-
inn að ná sér á strik, en Bismarck
hins vegar orðinn gamall og hrum-
ur og hættur að skipta sér af
stjórnmálum. I brezka heimsveld-
inu ríkti ennþá Viktoría drottn-
ing með talsverðri reisn, en á
Danaveldi Kristján konungur IX.
Fremur lítið var um manndráp í
heiminum þessi misseri, og var
það aðallega austur í Kóreu, að
Japanir og Kínverjar voru að
berja hvor á öðrum, og höfðu
Japanir betur. Kvikmyndasýning-
ar voru að hefjast almenningi til
skemmtunar vestanhafs og aust-
an, einn mesti vísindamaður ald-
arinnar, Louis Pasteur, var nýlát-
inn. Hér úti á íslandi voru engin
stórmál á döfinni á síðari hluta
ársins 1895, en því meira í upp-
siglingu á árinu 1896, er lands-
skjálftar dundu yfir Suðurland
síðari hluta sumars með miklum
ósköpum. En merkasta fréttin úr
heimi vísinda á íslandi á því ári
1896 er vafalaust stutt blaða-
klausa svohljóðandi: „Cand. mag.
Bjarni Sæmundsson hefur byrjað
fiskirannsóknir með styrk af opin-
beru fé.“
Samanborið við tæknilega hag-
nýtingu ýmissa annarra þátta
eðlisfræðinnar er saga röntgen-
tækninnar fremur stutt. Á 75 ár-
um hefur notkun röntgengeislunar