Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 107
LÆKNANEMINN
93
nefna s.n. „drop-attacks“, sem
eru dæmigerðar fyrir vertebro-
basilar truflun. Hér er um það að
ræða, að nægjanlegt blóð berst
ekki til formatio reticularis. Sjúkl-
ingur fellur til jarðar skyndilega,
venjulega á hnén. Það er enginn
svimi eða jafnvægistruflunartil-
finning, og hann missir ekki með-
vitund. Rís strax upp aftur, en
fætur virðast nokkuð brauðkennd-
ir stutta stund á eftir. Loks má á
það benda, að homonymous hemi-
anopia er oftar vegna truflana um
rennsli í arteria cerebralis poster-
ior og því fremur vert jbrobasilar
einkenni en carotis.
Líkurnar fyrir því, að sjúkling-
ur, sem fengið hefur T.I., fái al-
varlegt heilablóðfall, eru miklar.
Acheson og Hutchinson fylgdu eft-
ir 82 sjúklingum frá því þeir fengu
sitt fyrsta T.I., og innan árs höfðu
63% þeirra, þar sem T.I. var á
carotissvæði, fengið heilablóðfall
og 40% þeirra með T.I. á verte-
brobasilarsvæði. Af þessum sjúkl-
ingum dóu þá 12, og 11 urðu al-
gerir öryrkjar. Þá liggur sú niður-
staða fyrir í uppgjöri Marshalls
frá 1964, að tímalengdin frá fyrstu
T.I. til heilablóðfalls var til jafn-
aðar 14 mánuðir, ef T.I. var á
carotissvæði, en 23 mánuðir, ef T.I.
var á vertebrobasilarsvæði. 76%
sjúklinga fengu aðeins eitt T.I. og
47% aðeins tvö, í báðum tilfellum
á carotissvæði. Ekki virðist enn
vera hægt að átta sig á, hvort eitt-
hvert sérstakt einkenni við T.I. í
carotissvæði boðar meiri hættu en
annað, en hinsvegar er það svo á
vertebrobasilarsvæði, að svima-
köst og ,,drop-attacks“ eru til
staðar lengi áður en til alvarlegra
hluta kemur, þar sem aftur helft-
arlömun af vertebrobasilarupp ■
runa boðar, að skammt sé til
stórra tíðinda. Skýringin mun vera
sú, að í fyrra tilvikinu stíflast æð-
ar, sem fara nær hringför um
heilastofn, þar sem aftur í síðara
tilfellingu er um að ræða lokun
stuttra perforerandi æða, og þeg-
ar emboli ná að stífla þar, er verte-
brobasilarkerfið venjulega orðið
talsvert mikið skemmt.
Rannsóknum myndi ég vilja
skipta í tvennt: Annarsvegar þær,
sem miða að því að greina með-
virkandi sjúkdóma. Þeir eru hér
oft til staðar, og geta greinzt án
mikils álags eða áhættu fyrir
sjúklinginn. Hinsvegar eru svo
rannsóknir, sem beinast að háls-
æðum og heilaæðum. Þær eru
áhættumeiri, og vildi ég vísa til
reglna þeirra, sem fram hafa ver-
ið settar áður um val sjúklinga
til þessa.
Meðferð fer að sjálfsögðu eftir
því, hver orsök finnst. Sé á ferð-
inni einhver almennur sjúkdómur,
skal meðhöndla hann. Blóðþrýst-
ingur þarfnast sérstakrar gætni.
Hann verður að meðhöndla, og um
stöðugleika hans og/eða þol sjúkl-
inga á hypotensivum lyfjum má
enginn vafi vera, ef hugsað er til
blóðþynningar.
Finnist þrengingar eða stíflur í
háls- eða heilaæðum, kemur upp
það vandamál, hvort beita eigi
skurðaðgerðum eða blóþynningu
eða halda að sér höndum. Þetta
verður gert að umræðuefni í sér-
stökum kafla. Að slíkum þreng-
ingum eða stíflum verður ekki
komizt, nema með þeinú áhættu,
er fylgir æðamyndum. Því er það
svo, að stundum er tekin ákvörð-
un með því að snúa spurningunni
við, þ.e.a.s., myndi beitt skurðað-
gerð eða blóðþynningu, ef þreng-
ing eða stífla fyndist? Ef svarið
við þessu er neikvætt eða vafasamt
og ef ekki er grunur um annan