Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Side 16

Læknaneminn - 01.03.1972, Side 16
16 LÆKNANEMINN falla, að ekki sé minnzt á, ef tekið var að sjá á prestum, að um ann- álsverðan atburð var að ræða. En slysfarir, eignamissir og lát heldri manna er rúmfrekt efni annál- anna. Miðað við fjölda látinna mun því yfirleitt fara minna fyr- ir frásögnum annála af hungur- sóttum en öðrum sóttum, er leggj- ast jafnt á ríka sem snauða. í töflu 5 er tekið saman aðalinn- takið úr skránni um hungursóttir, að tveim fyrstu öldunum undan- skildum, sem mjög takmörkuð vitneskja er um. Taflan ber með sér, að langflestar og jafnframt fjölbreytilegastar eru hungursótt- irnar á 17. og 18. öld, og það hatt- ar áberandi fyrir frá 16. til 17. aldarinnar. Þetta stafar að ein- hverju leyti af því, að heimildir eru fyllri og meiri fyrir síðustu tvær aldirnar í töflunni. Sérstak- lega er heimildum fyrir 12. og 15. öld áfátt, svo þær tvær aldir eru ekki sambærilegar við hinar ald- irnar í töflu 5. Þá einu ályktun, sem dregin verður um mannfellis- ár af vaneldi á 12. og 15. öld og sem einnig á við um 10. og 11. öld, er, að þau koma fyrir á öllum öld- unum. Meira vandamál er að meta, að hve miklu leyti hinar aldirnar í töflu 5 séu sambærilegar um gnótt og gæði heimilda. Annála- ritun er ekki talin hefjast fyrr en undir lok 13. aldar, svo það verða vart nema tveir síðustu tugir hennar, sem í elztu annálunum (I.—IV.) gætu kallazt samtíma heimildir. En 14. öldin má heita öll til í samtíma heimild í hinum fornu annálum (II—X og N.a.). Þar á móti kemur, að 13. öldin er auðug af öðrum sagnfræðiritum, Sturlungu og biskupa-sögum, svo í heild munu heimildir um þá öld ríkulegri en um 14. öldina. Það er því ekki ástæða til að draga í efa, að mannfellisárum af vaneldi hafi raunverulega fjölgað um þriðjung á 14. öld frá því, sem var á öld- inni næstu á undan. Þeir annálar, sem hafa sjálfstætt heimildar gildi fyrir 16. öld, eru aðallega VIII og Bisk. a., og fyrir tvo síð- ustu áratugi hennar Sk., en auk þess er svo allmargt skjala og sagnfræðirita frá öldinni, svo það verður naumast sagt, að sú öld sé fátæklegri að heimildum en 14. öldin. Því ber svo ekki að neita, að það er með ólíkindum, að ekki skuli minnzt á hettusótt né bráð- dauða alla 16. öldina, þar sem þessara kvilla er getið bæði á öld- unum fyrir og eftir hana. Maður á bágt með að verjast þeirri hugs- un, að þar sé heimilda skorti um að kenna. Það er þó hugsanlegt, að um hreina tilviljun sé að ræða, því það er mjög breytilegt, hversu ítarlega annálar skýra frá sóttum, sumir segja aðeins, að sótt eða landfarsótt gangi, aðrir skýra nánar frá og segja taksótt, hettu- sótt eða landfarsótt með blóðsótt. En með það í huga, að eitt mesta áhugamála annálahöfunda er tíð- arfarið og áhrif þess á búpening, vertíð og afkomu manna, þá má ætla, að meiriháttar mannfellir af hungri komi yfirleitt til skila, þó að misbrestur verði á að geta sér- stakra hungursjúkdóma. Það mun því mega treysta því, að mann- fellisárin af vaneldi hafi raunveru- lega verið færri á 16. öldinni en þau voru á þeirri 14., og það er hafið yfir allan vafa, að mikil fjölgun mannfellisára af vaneldi verður á 17. og 18. öld, sem eru nálega jafnar, hvað snertir fjölda þeirra. Af því sem kom fram hér að ofan um tilhneigingu annála- höfunda til að gera minna úr fjölda þeirra, sem létust úr van-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.