Læknaneminn - 01.03.1972, Qupperneq 92
82
LÆKNANEMINN
sem lifa af emboliur, miklum mun
betri en við blæðingar og throm-
bosur.
Meðferð við heilablóðfalii grein-
ist í almenna og sérhæfa. Hinni
síðartöldu má svo skipta í medi-
cinska og kirurgiska. Markmiðið
með hinni fyrrnefndu er aðaliega
eftirfarandi:
1) Að halda í skef.ium sjúkdóm-
um, er geta eða hafa stuðlað að
hsilablóðfallinu, s.s. háþrýstingur,
hiartasjúkdómar, hverskyns æða-
sjúkdómar, blóðsjúkdómar, sykur-
sýki o.fl.
2) Að draga úr samdrætti
(spösum) í heilaæðum.
3) Að hindra bjúgmyndun í
heila.
4) Að hindra upphleðslu á stíflu.
m.a. með blóðþynningu.
5) Að stuðla að betra hliðarað-
streymi blóðs.
6) Að draga úr langvarandi
blæðingu, og eru þá subarachnoid
blæðingar hafðar í huga sérstak-
lega.
Hin kirurgiska meðferð tekur
aðallega til við aneurysma mal-
formationir, þrengingar á hálsæð-
um og tæmingu haematoma.
Hin ataenna meðferð er undir-
staða þess. að vel takist til. Ef hún
er ekki samvizkusamlega í té látin
gagnar lítt öll sérhæf meðferð, ef
einhver er. en stundum er hin al-
menna meðferð hið eina. sem hægt
er upp á að bjóða. Hin almenna
meðferð kemur að verulegu leyti í
hlut hjúkrunarfólks og sjúkra-
þjálfara og skyldi þeim það vel
innprentað, hversu mikilvæg hún
er. Ég mun ekki hafa um hana
mörg orð hér. Það þekkja allir
nauðsyn þess, að öndunarvegir
séu hreinir og opnir, að eðlilegt
völcvajafnvægi sé til staðar, hug-
að sé að hita, nægri næringu við-
komið, og blöðru og hörunds vand-
lega gætt. Ég vil aðeins minnast
á tvennt: Æfingarmeðferð á að
hefjast um leið og læknirinn hefur
skoðað sjúklinginn, og sjúklingi á
að koma á ról eins fljótt og hægt
er, eða yfirleitt strax og meðvit-
undarástand hans leyfir. Hitt er,
að heilaskemmdir geta valdið hyp-
ernatremiu og hyperchloremiu,
og er þetta oft mistúlkað sem
þurrkur. Það er því ekki aðeins
áríðandi að mæla electrolyta í ser-
um, heldur einnig að mæla útskiln-
að í þvagi. Það er góð regla í upp-
hafi að hydrera sjúkling með
glucosu og síðan sem fyrst að næra
þá með magaslöngu fremur en i.v.
gjöf.
Sérhæf meðferð við blæðingar
er takmörkuð. Helzt beinist hún í
þá átt að reyna að ráða niðurlög-
um msðvirkandi sjúkdóma og þá
sérstaklega háþrýstings. Háþrýst-
ingur hefur mikil áhrif varðandi
blæðingar, og er nauðsynlegt að
hafa á honum eðlilegan hemil og
rannsaka, ef fyrir honum liggja
sérstakar orsakir og þá með-
höndla, ef unnt er. Háþrýstingur
stuðlar ekki aðeins að heilablóð-
falli, heldur getur hann einn
valdið einkennum, er líkjast blæð-
ingu eða stíflu eða tímabundinni
blóðrásartruflun. Sérlega er þetta
svo, þegar um illkynja háþrýsting
er að ræða með papillubjúg. blæð-
ingum og exudötum í augnbotn-
um. ,,Heilablóðfall“ í þessum til-
fellum getur aðeins verið stað-
bundið einkenni frá s.n. hyper-
tensivri encephalopathiu, og
,,heilablóðfallið“ læknast um leið
og blóðþrýstingnum hefur verið
komið í eðlilegt horf. Hér verður
auðvitað að beita kröftugri hypo-
tensivri meðferð, og nota þar til