Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 82
72
LÆKNANEMINN
hjartakveisa, og verður að bregð-
ast við skjótt og skipulega.
Tilgangur þessara inngangsorða,
er að minna á algengan sjúkdóm,
víst svo meðal hinna eldri, en því
miður einnig ekki ósjaldgæfan
sjúkdóm hjá þeim yngri sem svo
teljast; og að þótt batahorfur séu
a,ðeins rétt sæmilegar og meðferð
takmörkuð, má þó reyna að við-
hafa ýmislegt, og raunar er árang-
ur meðferðar ekki sannreyndur;
að hættumerki kalla á skipulegar
aðgerðir, sem hiklaust geta miklu
bjargað.
Um heilablóðfall gildir hið forn-
kveðna, að betra er heilt en vel
gróið. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru
því þyngstar á metunum, og í smáu
og afmörkuðu þjóðfélagi einsog
okkar er á ýmsan hátt auðveldara
en víða annarsstaðar að koma við
markvissu starfi að þessu marki.
Allt, sem að því miðar að fyrir-
byggja sjúklegar breytingar í æða-
kerfi af margvíslegum orsökum, er
mjög mikilvægt, og er þegar unnið
gott starf á því sviði hér á landi.
Hitt þyrfti svo að koma til viðbót-
ar, að aðstaða væri til móttöku
heilablóðfalla á sjúkrahúsunum,
þannig, að við yrði komið skipu-
legum og samræmdum vinnubrögð-
um, hvað viðkæmi rannsóknum
og meðferð. Með því myndi reyn-
ast unnt að forða einhverjum frá
alvarlegum áföllum um aldur fram
og reyna gildi meðferðar í fleiri
en einni mynd. Við gætum því lagt
að mörkum gagnlegar niðurstöður
því starfi, sem nú er hafið til rann-
sókna á heilablóðfalli seinna en
skyldi.
—dr—
Heilablóðfall merkir hér annars-
vegar blæðingar í heilavef og hins-
vegar stíflur, thrombosur eða
emboliur í heilaæðum. Með hinu
fyrrnefnda verða einnig taldar
subarachnoid blæðingar, enda
stundum erfitt að draga skýr mörk
milli þeirra og primer intracere-
bral blæðinga. Subdural og epí-
dural blæðingar, sem að öllu jöfnu
eru tilkomnar af öðrum ástæðiun,
falla utan þessa ramma, og hið
sama gildir um þrengingar og
stíflur í hálsæðum, enda þótt þær
blandist mjög inn í umræður um
heilablóðfall og svo verði einnig
hér. Rannsökuð hefur verið tíðni
hinna einstöku sjúklegu þátta við
heilablóðfall, bæði í London og
New York, og fengist hafa svip-
aðar niðurstöður, sem eru þessar:
Thrombosis 55 %
Blæðingar 30 %
(þar af eru 10% subara-
chnoid blæðingar)
Transient ischeamiur 10%
Emboliur 5%
Því miður hef ég ekki handbær-
ar hlutfallstölur héðan enn sem
komið er, en af stuttum persónu-
legum kynnum hygg ég, að þær
séu svipaðar. Sé miðað við inn-
lagnir á Taugasjúkdómadeild
Landspítalans, virðist þó hærri
hlutfallstala fyrir blæðingar og
samsvarandi lægri fyrir æðastífl-
ur, sérlega er hlutfallstala
subarachnoid blæðinga há. Þess
ber hinsvegar að gæta, að subara-
chnoid blæðingar koma á deildina,
þar sem aftur sjúklingar, einkum
eldri, oftast með thrombosis, eru
lagðir inn á aðrar deildir. Vonandi
gefst tími til að gera þetta upp
hér nákvæmlega og athuga þá
einnig dreifingu meðal aldurshópa
og áhrif og samband við aðra sjúk-
dóma.
Með tilliti til rannsókna og