Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 72
LÆKNANEMINN
6Jf
meinafrreði og Hjalti Björnsson, II. hl.,
lyfjafrœði.
Að lokum talaði Ingþór Friðriksson,
III. hl., um greiningu og meðferð.
Revisorinn, Guðjón Lárusson, var
þakklátur læknanemum fyrir að bjóða
sér á sympósið, og honum fundust fyr-
irlestrarnir fróðlegir. Hann gerði nokkr-
ar athugasemdir við fyrirlestrana, en
talaði svo um greiningu á thyrotoxicosis
og mismunandi kenningar um meðferð.
Síðan svaraði hann spurningum og
loksins var fundinum slitið.
Fundur í Félagi læknanema 25. nóv.
1971 í I. kennslustofu Háskóla Islands.
Fundarefni:
1. Sjúkratilfelli. Sjúklingur kemur
með hæmaturia, hjarta- og lungnasjúk-
dóm.
2. Kosning stúdentaskiptastjóra.
Guðmundur Þorgeirsson setti fundinn
og sagði þetta fyrstu tilraun félagsins
til að halda almennan félagsfund, þar
sem tekið væri fyrir ákveðið sjúkratil-
felli og bað rætt. Hann skipaði Pétur
Ingva Pétursson fundarstjóra og Stefán
Matthíasson fundarritara.
Fundarstjórinn bauð revisorana
Magnús Karl Pétursson og Jónas Hall-
grimsson sérlega velkomna.
Pálmi Frimannsson, síðasta hluta,
rakti ítarlega sjúkrasögu og rannsóknir
þær, sem sjúklingurinn hafði gengið
undir.
Magnús Karl skýrði í stuttu máli,
hvernig unnið er að siúkdómsgreiningu
og tala.ði síðan um sjúkratilfellið. Hann
benti á rök fyrir rannsóknunum og
giJdi beirra við greiningu sjúkdóms. Svo
fiallaði hann um meðferð sjúklingsins
og dauða hans og að oft kæmi sann-
leikurinn ekki í ljós, fyrr en við krufn-
ingu eins og hér varð raun á.
Júlíus Gestsson, miðhluta, leiddi svo
sannleikann í ljós, þegar hann skýrði
frá niðurstöðum krufningarinnar og
meinafrreðilegum rannsóknum.
Jónas Hallgrímsson, læknir, lofaði
bessa tilraun til fundarhalda og ræddi
síðan í ,.retrosDect“ um meðhöndlunina,
sem maðurinn hafði fengið.
1 fundarlok var Leifur Bárða.rson,
miðhluta, kosinn í starf stúdentaskipta-
stjóra, og svo var fundinum slitið.
Fundur í F. L., haldinn í I. stofu, 6.
des. 1971.
Guðmundur Þorgeirsson var fundar-
stjóri, en Sveinn Magnússon ritari.
Guðmundur formaður vakti máls á
héraðsmálalánum, en heilbrigðismála-
ráðherra hefur óskað álits F. L. á mál-
inu. Guðmundur sagði, að nefnd mundi
skila áliti 8.12. 1971 á opnum fundi.
Sigmundur Sigfússon rakti gang
reglugerðar, sem nú er stuðzt við í
læknadeild og var dapur yfir henni.
Hallgrímur Benediktsson sagði frá
störfum kennslunefndar síðustu 2—3
misseri og gat helztu breytinga, sem
nefndin vildi gera á nýju reglugerðinni.
Stefán Kai-lsson talaði um fram-
kvæmd nýju reglugerðarinnar og að
hvaða leyti breytingar hefðu orðið og
yrðu frá gömlu reglugerðinni.
Ásbjörn Sigfússon ræddi um kynn-
ingu deildarinnar á erfiðum árgöngum
deildarinnar 1969 og 1970 og dró upp
mjög merka skammstafaða töflu, sem
sýndi vel vandamálið.
Árni T. Ragnarsson sagði frá fundi
í Gautaborg, þar hafði hann verið með
Kristófer Þorleifssyni. Þingið fjallaði
um gildi prekinísks náms.
Kristófer lýsti svo þinginu í fínni
dráttum.
Jóhann Tómasson ræddi um, að hags-
munir 1 árs manna gleymdust jafn
skjótt sem menn slyppu upp af 1. ári.
Eftir þetta var orðið gefið laust, og
þá töluðu Árni T. Ragnarsson, Sigurð-
ur Árnason (þing I Osló haustið 1971),
Ásbjörn Sigfússon og Þorsteinn Blöndal.
Að lokum kom Guðmundur Þorgeirsson
með tillögu um, að stofnaðir yrðu 3—4
starfshópar, sem ynnu að lausn mála
1., 2. og 3. árs manna í samstarfi við
kennslunefnd. Einn maður skyldi boða
hvern hóp. Af 1. ári var Ásgrímur Ragn-
arsson kosinn, Ólafur Jakobsson af 2.
ári og Kristján Erlendsson af 3. ári.
Svo var fundi slitið.
Fundur í F. L. st„ 14.12. 1971.
Formaðurinn setti fundinn. Fundar-
stjóri var Pétur Lúðvígsson, og Vil-
hjálmur Rafnsson sjálfur var fundar-
ritari.
Fundarefni: Ca. pulm.
Sigurður Árnason I. hl.:
Lítið er lunga
í lóuþrælsunga
miklu er þó minna
mannvitið kvinna.
Svo talaði hann um anatomíu lungn-
anna á breiðum grundvelli.