Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 26
LÆKNANEMINN
u
meðal við ísafjörð öllu-
megin. V. Þá urðu enn
víða menn úti. Fimm
manneskjur bráðdauðar
á Rauðasandi. F., Setb.
*1706. Stór harðindi í Trékyll-
isvík og þar nálægar
sveitir, svo jarðir lögð-
ust þar í eyði af bjarg-
ræðisskorti. F. Það ár
voru enn harðindi í
Strandasýslu, féll bæði
fólk og fé. H. Bráð-
dautt fólk á Vestfjörð-
um. Setb.
(*)1718. Var hart meðal fólks í
Borgarfirði og á suður-
og vesturlandi, svo fáein-
ar manneskjur dóu í
harðrétti. Hv.
1719. Nokkrar manneskjur
urðu bráðkvaddar á
Vestfjörðum. F. V.
1722. Þá voru stór harðindi
bæði til lands og sjávar
vestra. Peningafellir
víða, sérdeilis í Borgar-
firði. Sjáv.
1723. Það sumar gekk víða
landfarsótt ásamt blóð-
sótt, svo hér í sýslu
deyðu yfir stórt eitt
hundrað manneskjur
bæði í henni og hins
vegar með ýmislegum
aðburðum. Sjáv. Þessi
blóðsóttarfaraldur hefur
fallið úr í 5. kafla, þar
sem rætt var um þá
veiki. Nokkur líkindi eru
til þess, að hér hafi blóð-
sóttin verið samferða
skyrbjúgi, þar sem sagt
er, að fólk hafi einnig
látizt með „ýmislegum
aðburðum".
1737. í Gullbringusýslu var
merkilegt fiskleysi, og
fógetinn Luxdorph tók
upp búðir í Keflavík,
Básendum, Hafnarfirði
og Hólmi; tók þar út
mjöl, sem til var og lán-
aði fólki, svo það hélt
því við lífið. Hv.
(*)1738. Mikil fátækt meðal fólks
af heyleysi og bjargræð-
isleysi, svo líka er sagt,
úr harðrétti hafa dáið
nokkrar manneskjur á
Seltjarnarnesi. Hv.
(*) 1747. Frostavetur og hið mesta
harðindaár upp á bjarg-
ræði, því það var hið
mesta fiskleysisár . . .
sérdeilis á Suðurnesjum.
Fjórir eður fleiri mann-
eskjur dóu á Akranesi í
ófeiti. Gr.
#1751. Harðindatíð upp á bjarg-
ræði norðan í Þingeyjar-
sýslu, svo fólk flosnaði
þar upp, jafnvel prestar.
Eyddust yfir eða um 40
bæir nálægt Langanesi,
og sumt fólkið þar ná-
lægt af harðrétti út af
dó. Eins var að sunnan-
verðu, þó þar væri
nokkuð skárra. Flæmdist
svo þaðan hingað í vest-
ursveitir margt fólk. Gr.
1 austurfjórðungi lands-
ins gjörðist hallæri
vegna grasbrests, ónýt-
ingar af vætu, - - og af
því að fiskur fékkst þar
ekki, svo að á þessu
sumri dóu þar í vesöld
70 manneskjur. Ölf. 1
Vopnafirði, Langanes-
ströndum og utarlega í
Fljótsdalshéraði dóu í
harðrétti 44 manneskjur
og 40 bæjir fóru í eyði.
Hrafn.
*1752. Peningafellir og hallæri
meðal fólks í flestum