Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 14
LÆKNANEMINN
u
dreifa um 14. öld, þar notum við
báðir sömu heimildir. Þau tvö ár,
sem ég tel umfram Thoroddsen,
munu vera árin 1300 og 1375. Ár
1300 segja annálar hallæri mikið
af Heklugosi, án þess að geta um
mannfall, en ár 1301 er talað um
mannfall „fyrir jól og eftir“, sem
merkir, að það hafi hafizt síðla
árs 1300. Af þeirri ástæðu eru
bæði árin talin mannfellisár af
vaneldi í skránni um hungur-
sóttir. Þá atburði, sem í skránni
eru taldir, samkvæmt Lögmanns-
annál (VII), til áranna 1374, 1375
og 1376, telur Thoroddsen gerast
ári síðar (1375, 1376 og 1377) og
fer um það eftir Flateyjarannál
(IX), og fellur þá á sama ár, 1376,
fall fátækra um allt land (IX) og
manndauði um Vestfjörðu, sem
aðeins Gottskálksannáll (VIII)
getur um. Þannig verður mann-
fellisárið aðeins eitt (1376) hjá
Thoroddsen, en tvö (1375 og 1376)
í skránni um hungursóttir. Það er
auðsætt, að hvort réttara muni
vera, eitt eða tvö mannfellisár, fer
eftir því, hvort Gottskálksannáll
(VIII) á þessu árabili sé sam-
hljóða IX eða VII um árfærslu.
Árferðið 1376 í VIII kemur heim
við VII, en ár 1377 í IX. Um veður-
far hin árin er ekki getið í VIII.
Tímasetning annarra viðburða er
sem hér segir: Utanferð Jóns Hóla-
biskups, 1374 VII og VIII, 1375
IX. Utkoma Jóns biskups 1375
VII og VIII. 1376 IX. IJtkoma
Andrésar hirðstjóra 1376 VII og
VIII, 1377 IX. Andlát Eyjólfs
ábóta í Veri 1377 VII og VIII,
1378 IX. Af þessu er ljóst,
að VIII árfærir viðburði eins og
VII, og að árið 1376 hjá VIII og
IX á ekki við sama árið, svo mann-
fellisárin verða tvö.
Skráin um hungursóttir tekur
aðeins til þess tímabils, er segja
má, að byggi á nokkurn veginn
sambærilegum heimildum, annál-
um og sagnfræðiritum. En þegar á
19. öld er völ mun traustari heim-
ilda um hungursóttir en þessara,
þar, sem eru töflur prestanna yfir
dána og síðar heilbrigðisskýrslur
(sjá 5. kafla). Raunar má segja,
að þessi breyting verði upp úr
1784, er prestum var gert að
geta dánarorsaka í töflum sín-
um.
Thoroddsen (79) telur, að
mannfall til muna af sulti, hafi
orðið tvö ár alla 19. öldina, og eru
það eflaust árin 1803 og 1804. Þau
ár létust 1459 menn umfram
fædda, og af þeim dóu úr hungri
og vesöld fyrra árið 119 og 68
menn hið síðara, auk þeirra sem
létust úr skyrbjúg, blóðsótt og
bráðdauða. En hann telur bersýni-
lega, að ekki hafi orðið mannfall
til muna af sulti stríðsárin 1811—
1814, þrátt fyrir eftirfarandi um-
mæli hans: 1811 ,,Þá féll fólk af
bjargleysi á Austfjörðum og var
þar hið mesta harðæri" (79, p.
210—211) ,,í Sauðlauksdalssókn-
um varð um veturinn 21 maður
bráðkvaddur til miðs einmánaðar11
(p. 212). 1812 ,,Þá gekk blóðsótt
og fólk dó sumstaðar úr vesöld og
hor.“ ,,Þá urðu 54 bráðkvaddir á
Vesturlandi og Skagaströnd, af
hákarlsáti að ætlað var“ (p. 212).
1813 „Þrátt fyrir gott árferði
voru nú hin mestu bágindi. Lá við
mannfalli hvervetna og féll nokk-
uð við sjóinn“ (p. 214). 1814 „Var
enn bjargarleysi á Suðurlandi,
dýrtíð og harðæri sakir fiskleysi"
(p. 215). Þessi 4 ár létust 1022
umfram fædda, og gengu þó engar
sérstakar farsóttir á þeim, svo
vafalaust er, að hallæri á sinn
drjúga þátt í þessu mannfalli.
Auk þess, sem þegar er sagt um
fjölda bráðkvaddra, þá er tekið