Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 160
138
LÆKNANEMINN
Réttlát ábyrgöargæzla
Hverjar séu heppilegastar leið-
ir til réttlátrar ábyrgðargæzlu, er
óleyst gáta, en ýmsar þær leiðir,
sem reynt hefur verið að fara,
hafa reynzt býsna torfærar. I því
sambandi hefur verið minnzt á
beina fébótaábyrgð gagnvart
sjúklingum. Kröfur og málaferli
milli lækna og sjúklinga, jafnvel
með milligöngu tryggingafélaga,
hafa reynzt óheppileg fyrir sjúkl-
inga og læknisþjónustuna í heild.
Þar, sem það opinbera skipuleggur
læknisþjónustuna í landinu og
stjórnar henni, er ekki óeðlilegt, að
það tryggi borgarana einnig fyrir
þeim slysum, sem hún getur haft í
för með sér. Kæmi til greina að
setja á stofn sérstaka deild við
Tryggingastofnun ríkisins til að
sjá um þessi mál, en deild þessi
ætti síðan kröfu á hendur lækn-
um, eftir því sem málsatvik stæðu.
Með þessu fyrirkomulagi myndu
málaferli milli sjúklinga og lækna
vart koma til. Að vísu eru þau enn
ekki sérstakt vandamál í þjóð-
félagi okkar, en þau eru það víða
annars staðar og gætu hæglega
orðið vandamál síðar.
Það er ekki eðlilegt, að læknar
einir f jalli um þau mál, sem snerta
ábyrgð í læknisstarfi eða ábyrgð
heilbrigðisstofnana gagnvart
sjúklingum. Heppilegra er, að þar
komi einnig til fulltrúar stjórn-
enda heilbrigðisstofnana og þegn-
anna sjálfra. Hvað lækna snertir,
er brýn nauðsyn, að það séu ætíð
ungir læknar jafnt sem eldri, sem
annast faglega ábyrgðargæzlu.
Þetta sjónarmið er ráðandi í
læknaráðum sjúkrahúsanna, sem
nú er verið að koma á fót. Með
stofnun þeirra er verið að innleiða
nýja faglega stjórnun á sjúkra-
húsunum, sem m. a. gerir auknar
kröfur til gæzlu hinna siðferði-
legu og fræðilegu þátta í ábyrgð
lækna.
Fébótakröfur og fébótagreiðsl-
ur gera lækna ekki hæfari í störf-
um og hindra eigi, að mistök end-
urtaki sig. Þetta er skattur, sem
lagður er á læknisþjónustuna.
Ábyrgð á mistökum, sem stafa af
fáfræði eða vanrækslu, á að koma
fram sem skylda til viðhalds-
menntunar, er bæti úr vanþekk-
ingu, eða skylda til náms í sið-
fræði, félagsfræði og sálarfræði,
til þess að hindra endurtekna van-
rækslu. Öryggi læknisþjónustunn-
ar þarf að byggjast á því, að lækn-
ar hafi í heiðri hinar ævafornu
dyggðir og erfðavenjur um þekk-
ingarlega og siðferðilega ábyrgð,
sem Hippokrates grundvallaði
með sínum frægu siðareglum, sem
staðizt hafa 24 alda reynzlu.
ÞORKELSMINNING
(sálmur)
Ó, liljur vallarins,
sem reyttar eru upp með rótum
og fölna
af næringarskorti
og deyja
af þekkingarskorti.
Þið, liljur jarðarinnar,
samsettar
úr brotum eilífðarinnar,
þið splundrizt
og dreifizt
í jötu upprunans.
Ort í minningu Þorkels Guðbrandssonar,
stud. med.
H. Briem.
ÖRNINN
Örninn flýgur fugla hæst í forsal vinda.
Hinir láta sér það lynda
að leika, kvaka, fljúga og synda.
Ókunnur höfundur.