Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 34
32
LÆKN ANEMINN
G.O: íslenzk annálabrot 1106—
1637 (74 og 75). Gísli biskup Odds-
son (1593—1638) ritaði þau 1637.
Heimildir til 1402 eru X og Græn-
landskronika Lyskanders, og hef-
ur sá hluti lítið gildi. En úr því eru
brotin góð heimild.
Annálar 1400—1800, I.—V.
Reykjavík 1922—1961. I,—III.
útg. Hannes Þorsteinsson; IV.—
V., Þm. Jón Jóhannesson; Des.
Jón Jóhanneson og Þórhallur Vil-
mundarson; V.III. Þórhallur Vil-
mundarson.
I. bd.
N.a: Nýi annáll 1393—1430.
Mun ritaður á Suðurlandi samtíma
viðburðum. Nú aðeins til í lélegu
afriti frá síðari hluta 16. aldar.
Sk: Skarðsárannáll 1400—1640.
Biörn Jónsson (1574—1655) á
Skarðsá skráði. Hann notaði VIII
og ýmis skjöl Hólastóls. Frekar
ónákvæmur um ártöl.
S: Seiluannáll 1641—1658. Hall-
dór lögréttumaður Þorbergsson
(um 1623—1711) á Seilu í Skaga-
friði skráði. Mun ritaður samtímis
viðburðum 1652—58.
Vallh: Vallholtsannáll 1626—
1666. Séra Gunnlaugur Þorsteins-
son (um 1601—1674) í Vallholti í
Skagafirði skráði. Notar S. all-
mikið.
V; Vallaannáll 1659—1737.
Eyjólfur Jónsson (1670—1745),
prestur að Völlum í Svarfaðardal
frá 1705 ritaði. Ehr., en í það vant-
ar nú árin 1696—98, 1702, 1712,
1731—34, 1736 og hluta af árinu
1695 og 1703. Frá 1701 skráður
samtímis viðburðum.
M: Mælifellsannáll 1678—1738.
Samið hafa séra Ari Guðmunds-
son (1632—1707) og sonur hans
séra Magnús Arason (1667—1738)
báðir prestar að Mælifelli í Skaga-
firði. Nú aðeins til í lélegu afriti
Gísla Konráðssonar, en annállinn
er merkur.
P.V: Annáll Páls Vídalíns 1700
—1709. Frumrit Páls lögm. Vída-
líns (1667—1727) í Víðidalstungu
í V-Húnavatnssýslu.
II. bd.
F: Fitjaannáll 1400—1712. Með
ýmsum viðaukum séra Jóns pró-
fasts Halldórssonar í Hítardal
1643—1712. Höfundur er Oddur
Eiríksson (1640—1719) á Fitjum
í Skorradal. Frumrit hans er nú
glatað, en útgáfan gerð eftir ágripi
Jóns Halldórsson og afrit J.S., 2
fol., sem einnig er ófullkomið.
Næst frumriti kemst Setb. Oddur
þræðir að mestu Sk. til 1640, en
úr því til um 1670 annál Jóns Sig-
urðssonar bartskera í Káranesi
(d. 1670).
F.V: Viðauki Fitjaannáls 1713—
1719. Eftir Jón prófast Halldórs-
son (1665—1736).
Kj: Kjósarannáll 1471—1687.
Höfundur er Einar prófastur Ein-
arsson (1649—1690) í Görðum á
Álftanesi. Hann notar Sk. og
Bisk.a. og eftir 1600 og fram yfir
1640 líklega Káranesannál, sem
mun hafa byrjað 1600, en nú er
aðeins til brot af 1641—1667
(Thott 965 fol.), sem er birt í F.
Kj. er sjálfstæður eftir 1670.
H: Hestsannáll 1665—1718.
Skráð hefur séra Benedikt Péturs-
son (um 1640—1724) á Hesti í
Borgarfirði. Árin 1665-—1694 eru
endurrit eða útdráttur úr elztu
gerð F., er náði til 1694, en úr því
mun hann skráður sem næst sam-
tímis viðburðum. H. er nú aðeins
til í afriti frá um 1720—25, efa-
laust eftir frumritinu.
Hít: Hítardalsannáll 1724—-
1734. Skráð hefur Jón prófastur
Halldórsson (1665—1736) sam-