Læknaneminn - 01.03.1972, Qupperneq 50
LÆKNANEMINN
u
börnum. Oftast er slík meðferð
sennilega gagnslaus. Þó virðist í
einstaka tilfellum mega stytta
sjúkdómstímann með penicillin —
eða sulfagjöf, og fáist gott kliniskt
svar, má nota þessi lyf endurtekið,
þótt grundvöllur slíkrar meðferðar
sé veikur.
Tonsillo-pharyngitis acuta
Sennilega orsakast pharyngitis
oftast af veirusýkingu. Þegar
skoðun leiðir í ljós exudat og
graftarnabba í kokeitlum, smá-
blæðingar á mjúka gómnum og
auma eitla undir kjálkabörðum,
eru smitvaldarnir líklegast beta-
hemolytiskir streptococcar. Þótt
gigtsótt og nýrnabólga séu fremur
sjaldgæfir sjúkdómar hér á landi,
verður að teljast rétt að gefa
sýklalyf, þegar grunur er um sýk-
ingu með ofangreindum sýklum.
Meðferðin er þá penicillin per
os 15—40 mg/kg/ dag í 3—4
skömmtum. Hafi barnið ofnæmi
fyrir penicillini, má í þess stað
gefa erythromycin 20—40 mg/kg/
dag í 4 skömmtum. Meðferð verð-
ur að gefa í fulla 10 daga til að
útrýma sýklunum með vissu. Þetta
er mikilvægt að brýna fyrir for-
eldrum, þar eð tilhneiging er til að
hætta lyfjagjöf eftir 3—4 daga,
þegar barnið er orðið hita- og
einkennalaust.
Otitis media
Algengasti fylgikvilli sýkinga í
efri öndunarfærum barna er bólga
í miðeyra. Þess vegna er engin
skoðun á barni með öndunarsýk-
ingar fullkomin, nema einnig sé
framkvæmd skoðun á hljóðhimn-
um. Rauð, frambungandi hljóð-
himna, afmáð kennileiti horfinn
ljósreflex, bendir til miðeyrnabólgu
af völdum sýkla. Ræktanir frá mið-
eyra barna með eyrnabólgu hafa
sýnt, að algengustu sýklarnir eru
pneumococcar (30—40%), H.
influenzae (10—25%), hemoly-
tiskir streptococcar (2—13%) og
staph. aureus (2—15%). í 33—
40% tilfella ræktast ekkert eða
aðeins meinlausir sýklar. Komið
hefur í ljós, að eyrnabólga hjá
börnum yngri en 5 ára er tiltölu-
lega oft af völdum H.infl., en sá
sýkill getur þó valdið eyrnabólgu
hjá börnum á öllum aldri. Við val
á sýklalyfi er nauðsynlegt að taka
mið af þessu og nota lyf, sem verk-
ar á H.infl.
Kliniskar rannsóknir hafa leitt
í ljós, að flestir stofnar H.-
infl. eru næmir fyrir penicillini
í serum concentration 8—10 I.U.
ml. (Weinstein et al. 1964). Þess-
um styrkleika er unnt að ná, ef
gefið er fenoximethylpenicillin 50
mg. (80.000 I.U.) per kg/dag per
os í 3—4 skömmtum. Ampicillin
(50—100 mg/kg/dag í 4 sk.) verk-
ar einnig vel á eyrnabólgu af völd-
um H. infl., en sýnt hefur verið
fram á (Lundgren og Rundcrantz
1967), að sambærilegum árangri
má ná með ofangreindum penicillin
skömmtum. Lyfjameðferð skal
gefa í a. m. k. 10 daga, eða þar
til bólgueinkenni hafa horfið. Bú-
ast má við því, að eyrnabólgan
taka sig upp aftur í 10—15% til-
fella. Sú tíðni er svipuð, hvort
sem upphafsmeðferð er penicillin
eða ampicillin í umræddum
skömmtum. Það er því mikilvægt
að fylgjast með þessum sjúkling-
um, skoða þá, þegar 10 daga með-
ferð lýkur, og síðan vikulega, svo
lengi sem bólgumerki sjást.
Við endurteknar eyrnabólgur
eykst tíðni sýkinga með Staph.
aureus, og kæmi þá til greina að
gefa t. d. cloxacillin (50 mg/kg/
dag).