Læknaneminn - 01.03.1972, Qupperneq 120
LÆKN ANEMINN
10 Jf
un og framkomu eða sem óskipu-
leg framsetning orða og athafna,
skortur á dómgreind o.s.frv. Til-
litssemi hinna nánustu er auðvit-
að slík, þegar gamli maðurinn eða
konan eru að ,,kalka“, að þetta
ástand nær að þróast upp að því
marki, að sjúklingurinn er ekki
húsum hæfur. Arteriosclerosis
cerebri gengur venjulega fyrir sig
þannig, að sjúklingi hnignar
skyndilega, (getur lýst sér sem
heilablóðfall, en oftar eru einkenni
óljós), hann réttir sig eitthvað við,
en versnar svo aftur, og kannski
ber nú meira á einhverju öðru en
í fyrsta áfallinu, en hann réttir
ögn við aftur, og svo svona áfram
koll af kolli. Lokamyndin er skort-
ur á áttun, rökréttri hugsun og
dómgreind, gleymska, einkum á
það, sem er að gerast, áhugaleysi,
jafnvel um hinar óhjákvæmilegu
þarfir daglegs lífs einsog að borða
og klæðast og hreyfa sig, in-
continence, taltruflanir, marghátt-
uð dyspraxia og dysgnosia, óeðli-
legur grátur og hlátur, afbrigði-
legur limaburður með auknum ton-
us og klaufsku og líkist oft
Parkinsonsveiki, en hefur útbreidd
pyramidalbrauta einkenni einnig.
Undir lokin er og ekki óalgengt
að fá kyngingar- og öndunarerfið-
leika, og er þá venjulegast skammt
undan. Krampaköst eru sjaldgæf
við þróun þessa ástand.
Ástand einsog það, sem lýst var,
hjá öldruðum sjúklingi, er undan-
tekningalítið tilkomið vegna
arteriosclerosis cerebri. Þetta er
arteriosclerosis cerebri. Hjá þess-
um sjúklingum er rétt að miða
rannsóknir við höfuðmyndir, heila-
línurit og skann. Þær eru áhættu-
og áreynslulausar og nægjanlegar
í þessum tilfellum til þess að úti-
loka frontal eða miðlæg æxli, er
gætu gefið svipaða mynd. Sjálf-
sagt er að gera áhættulausar blóð-
og þvagrannsóknir og taka hjarta-
línurit, en ástæðulaust er að gera
æðamyndir. Jafnvel þótt þrenging
fyndist í einni hálsæð, er árangur
af aðgerð vafasamur, ef útbreidd-
ar þrengingar eru í heilaæðunum
sjálfum. Það er engin sérhæf með-
ferð að gagni við arteriosclerosis
cerebri. Blóðþynning kemur þar
að litlu gagni. Æðaútvíkkandi lyf
skulu ekki fordæmd, en vert er að
minnast þess, að sá hlutfallslegi
súrefnisskortur eða aukning á
koldioxidi, sem til staðar er í heila
við þetta ástand, hefur í för með
sér þá hámarksvíkkun á æðum,
sem verður við komið. Æðaútvíkk-
andi lyfjum er því ofaukið, og ég
myndi benda mönnum á að nota
þau skaðaminnstu og ódýrustu, ef
þeir vilja nota þau á annað borð,
eftir sem áður. Meðferð er því al-
menns eðlis og myndi síðan beinast
að meðverkandi sjúkdómum, ef
fyndust. Hinsvegar er það svo, að
líf'ið tekur enda, og sjúklingur með
arteriosclerosis cerebri hefur lokið
því, þegar komið er á það stig, sem
þegar er nefnt, þótt enn dragi hann
andann. Þessum sjúklingum líður
ekki illa á sama tíma og við getum
ekki breytt gangi mála. Hatramm-
ar rannsóknir og hetjulund gagn-
vart meðferð á því ekki við, og í
ljósi þeirra staðreynda verður
læknirinn að taka sínar samvizku-
ákvarðanir.
Arteriosclerosis cerebri sam-
kvæmt framangreindri mynd hjá
yngra fólki vekur hinsvegar önnur
viðbrögð og þau skiljanleg. I
fyrsta lagi væru auknar líkur fyr-
ir því, eftir því sem sjúklingur er
yngri, að annað væri á ferðinni,
sem væri þá annaðhvort æxli eða
einhver degenerativur sjúkdómur
af annarri orsök en arterio-
sclerosis. Sjálfsagt væri því hér