Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 105
LÆKNANEMINN
91
mjög stutt, skilja ekki eftir lang-
varandi einkenni, en hafa tilhneig-
ingu til þess að koma aftur og aft-
ur. Hér á eftir mun ég leyfa mér
að skammstafa fyrirbrigðið T.I.
Því er fyrst lýst árið 1914 af Hunt
að vísu unuir öðru nafni, enda vai
þá nokkur annar skilningur á or-
sökum þess en nú er.
Upphaflega var talið, að T.I.
stafaði af æðasamdrætti (spösm-
um), en þessi kenning komst fljót-
lega á undanhald, og allt frá ár-
inu 1948 hefur henni lítt verið
haldið á lofti, enda höfðu þá und-
anfarið verið gerðar víðtækar
rannsóknir, er studdu ekki þessa
orsök (Pickering, 1948).
Rétt er þó að minnast þess, að
samdráttur getur komið í heilaæð-
ar vegna ákveðinnar ertingar, og
má þar nefna dæmi um illkynja
háþrýsting, þar sem einkenni
geta líkzt T.I., þótt, oftar minni á
heilablóðfall. Einnig eru útbreiddir
æðasamdrættir, t.d, við subara-
chnoid blæðingar.
Nú er annars hallazt að tveimur
skýringum, þ.e. breytingum á blóð-
flæði, er vegna mismunandi æða-
ástands geta gefið staðbundin
(focal) einkenni, og hinsvegar
emboliur.
Breytingar á blóðflæði koma oft
af augljósum ástæðum, einsog t.d.
við mikið blóðleysi eftir sturtblæð-
ingar og lost-ástand þeim sam-
fara, eða t.d. við myocardial in-
farctus (nokkuð, sem ávallt er sér-
lega vert að hafa í huga). Þá hefur
hypotension, oftast framkölluð af
lyfjum, svipuð áhrif. Einnig skal
getið um cervical spondylosis, er
hindrað getur blóðflæði um verte-
bralisæð og loks minnzt á s.n. sub-
clavian steal syndrome. Þessar síð-
astnefndu orsakir verða teknar
fyrir í næsta kafla. Það er þannig
margt, er orsakað getur breyting-
ar á blóðflæði og gefið T.I. ein-
kenni, en í heild er blóðflæðistrufl-
un af margvíslegum orsökum ekki
til að dreifa sem orsök T.I. nema
í 5-10% tilfella. Hin 90-95 pró-
centin stafa undantekningalítið af
embolium, og í langflestum tilfelí-
um eiga þær uppsprettu sína í
hjarta, hálsæðum eða reyndar
heilaæðunum sjálfum, þ.e.a.s. hin-
um stærri þeirra, sérlega miðcere-
bral æð. Athyglin beinist að hjart-
anu, ef saga er um SBE (subacute
bacterial endocarditis), rheumat-
iska sjúkdóma og infarcta, og ekki
þarf alltaf fibrillation til þess að
koma emboliunum af stað. Þegar
þeim er til að dreifa, er vert að
hafa ávallt thyreotoxicosu í huga.
Emboliurnar eru sumar samansett-
ar úr blóðflögum, aðrar af chol-
esterolesterum og enn aðrar af
lipidum. Gangi mála er vel lýst af
Fischer og Ross-Russel árið 1963,
er þeir sáu í augnbotnum sjúkl-
inga, sem fengu skammvinna
skyndiblindu á auga, hvernig smá-
ir, hvítgulir hnökrar bárust eftir
æðum retina, lokuðu þeim. en
leystust síðan eða brotnuðu upp,
og sjúklingarnir sáu þá greinilega
á ný. Allir sjúklingar þeirra höfðu
þrengingu á carotis æð, einni al-
gengustu uppsprettu þessara em-
bolia.
Æðabólga í heila getur hagað
sér sem T.I. Vert er þá sem og
reyndar alltaf við heilablóðfall að
hafa syfilis í huga, sem einn hinna
æðaskemmandi þátta. Ein orsök
enn, sem vert er að hafa í huga,
er polychytaemia, sem minnir okk-
ur á að hyggja að þeirri einföldu
rannsókn og meinlausu, sem blóð-
hagur er.
T.I. eru ekki alltaf auðveldlega
greindar. Bæði er nú það, að þetta
stendur stutt, og sjúklingnum