Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 106
92
LÆKNANEMINN
finnst ekki taka því að fara til
læknis, og svo eins hitt, að hinum
síðarnefnda finnst þetta oft varla
umtalsvert, hafandi batnað svo vel,
og telur því sennilegast, að þetta
hafi aldrei verið eitt eða neitt. Er
báðum nokkur vorkunn, og kann-
ske eru það sérdeilis augnlæknarn-
ir, sem mega vera varir um sig,
því einkenni um blindu, þótt stutt
sé, hræðir fólk venjulegast. Allt
öðru máli gegnir um hönd, sem
verður stirð stutta stund, þar er
venjulega gigtinni um kennt. Svo
eru það pyttirnir, sem líklegast er
að detta í.
Sjúklingur með háþrýsting og á
meðferð við honum fær flest sín
T.I. skýrð þannig. að nú hafi blóð-
þrýstingurinn fallið einum of mik-
ið. Hér er mikilvægt að ganga ekki
út frá þessu sem gefnu. Þetta er
vel hugsanleg orsök, ef T.I. kem-
ur að morgni dags, þegar sjúkl-
ingurinn er að fara fram úr rúmi
sínu, en aðgát skyldi höfð, ef trufl-
anirnar verða meðan hann gengur
uppréttur og er ekki stöðugt að
breyta um stöðu. Mikilvægara er
reyndar að minnast þess, að há-
þrýstingur getur valdið einkenn-
um T.I., og kynni því blóðþrýst-
ingurinn enn að vera of hár. þrátt
fyrir meðferð.
Migraine getur stundum verið
erfitt að greina frá T.I., og er or-
sökin sú, að T.I. getur fylgt nokk-
uð langvarandi höfuðverkur, líkur
æðaslætti með velgjutilfinningu.
Þetta stafar af því, að hliðaræðar
(collateralar) víkka skyndilega,
þegar æð lokast skyndilega, jafn-
vel þótt um skamma hríð sá. Ekk-
ert er svo auðveldara en að skil-
greina hin stuttu brottfallseinkenni
T.I. sem migraine fyrirboða (mi-
graine-aura). Engin ráð kann ég
örugg þessu gegn, en sennilega
er bezt að vera varkár, þegar
„migraine" byrjar eftir 35 ára ald-
ur, hvað þá heldur enn síðar.
Þá er stundum erfitt að greina
á milli T.I. og staðbundinnar floga-
veiki (focal epilepsy), einkum þeg-
ar um skyntruflanir er að ræða.
Þó er það svo við T.I., að hand-
leggur myndi allur dofna í einu,
þar sem við nefnda flogaveiki væri
líklegra, að tilfinningarleysið
breiddist smám saman eftir hand-
leggnum. Þegar um aflkerfi er að
ræða, framkallar T.I. venjulega
lömun (neikvætt), en flogaveikin
rykki og kippi (jákvætt).
Mikilvægasta spurningin í sam-
bandi við T.I, er auðvitað sú, hvort
þetta þýði, að alvarlegt heilablóð-
fal! geti verið yfirvofandi. Svarið
við þessu er jákvætt. Þá eru horf-
ur og reyndar einnig rannsóknir
og meðferð talsvert undir því
komið, hvort T.I. eru á svæði
carotis æða eða vertebrobasilar
æða. Hinsvegar er oft erfitt að
þekkja þetta í sundur, en nokkur
atriði eru þó gagnleg og vert að
hafa í huga: Pathognomoniskt fyr-
ir carotis svæði er blinda á auga,
einnig dysphasia. Hið fyrra er
sjaldgæft, hið síðara algengt, en
oftast eru einkennin mono- eða
hemiparesur eða skyntruflanir,
sem þá trufla mest háþróað skyn
(gnosis og praxis) fremur en
venjulegt snerti- og sársaukaskyn.
Langalgengasta einkennið frá
vertebrobasilar svæði er svimi með
eða án nokkurra annarra einkenna
Þetta er slæmt, vegna þess að
svima er venjulega erfitt að skil-
greina. Dysarthria er nokkuð al-
geng, tvísýni hinsvegar ekki. Skyn-
og/eða afltruflanir, er virtust
beggja vegna, þótt önnur hliðin
yfirgnæfði, svo og ef þær eru öf-
ugu megin í andliti miðað við bol
og útlimi, myndi benda á verte-
brobasilar svæði. Vert er svo að