Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Side 49

Læknaneminn - 01.03.1972, Side 49
LÆKNANEMINN 43 meðgöngutíma eða börnum yngri en 8 ára, geta þau valdið brúnni litun á tönnum barnanna, hypo- plasiu á glerjungi og aukið mjög líkur á tannskemmdum. Það er yfirleitt alveg ástæðulaust að gefa börnum tetracyclin lyf, sér- staklega þar sem á boðstólum eru lyf, sem eru jafnáhrifarík og hafa minni aukaverkanir í för með sér. Það sama gildir raunar um klóram- fenikól, sem valdið getur alvarleg- um skaða á blóðmyndandi líffær- um. Fullyrða má, að þá aðeins sé ástæða til að nota klóramfenikól við öndunarfærasýkingu barna, að sýnt hafi verið fram á með rækt- un og næmisprófi, að viðkomandi sýkill sé ekki næmur fyrir öðrum saklausari lyfjum. Ástæða er til að vara við notkun langverkandi súlfalyfja við sýk- ingar hjá börnum. Eftir notkun þessara lyfja hafa sézt alvarleg tilfelli af Stevens-Johnson synd- romi. Það hefur verið talið þessum lyfjum til ágætis, að nægilegt er að gefa þau á 24 klst. fresti, en hætta á alvarlegum fylgikvillum vegur fyllilega upp á móti þessum kosti. Aukaverkanir frá meltingarfær- um eru all algengar við notkun sýklalyfja. Breiðspectrum sýkla- lyf geta útrýmt eðlilegri sýkla- flóru úr þörmum og rutt þannig braut ónæmum eða lítið næmum klasasýklum, sem valdið geta alvarlegri þarmabólgu. Algengara er þó, að sýklalyf valdi vægari meltingartruflunum og nið- urgangi. Þetta sést einkum, þegar gefin eru breiðspetrum lyf. Lyf eins og ampicillin, erythromycin og penicillin geta einnig valdið sömu einkennum, einkum þegar fljótandi form þessara lyfja eru notuð. Talið er, að bæði stafi þetta af breyttri þarmaflóru og áhrifum sykur- og bragðefna, sem í mixturunum eru. Oft er hægt að halda þessum einkennum niðri með því að gefa barninu súrmjólk meðan á lyfjameðferð stendur. VAL ÁSÝKLALYFI Sýlángar í efri loftvegum Þetta eru algengustu kvillar barna. Einkenni eru þroti í nef- slímhúð og nefrennsli, conjunc- tivtis, roði og særindi í hálsi, ertandi hósti og hitahækkun. Þessar sýkingar eru algengastar meðal barna undir skólaaldri. Börn, sem dveljast á dagheimilum og leikskólum, veikjast oftar en þau, sem heima eru. I langflestum tilfellum er um veirusýkingu að ræða, og er þá að sjálfsögðu gagn- laust og rangt að beita sýklalyfj- um. Hjá börnum, yngri en 6 mán- aða, geta þó ofangreind einkenni stafað af sýkingu með beta-hemo- lytiskum streptococcum. Ræktun frá hálsstroki slíkra sjúklinga myndi leiða hið sanna í ljós innan 24—48 klst., og væri þá unnt að haga meðferð samkvæmt því. Ungbörn með purulent nefrennsli ætti að meðhöndla eins og strepto- coccasýkingu (með penicillini). Sum börn eru næmari fyrir sýk- ingum í efri loftvegum en önnur. Þau hafa nær stöðugt nefrennsli og fá sífellt endurteknar kvef- pestir. Þessi hópur er sérlega erf- iður í meðferð. Oft hafa þau stækkaða nefkokseitla og/eða of- næmiseinkenni ýmiss konar, sem nauðsynlegt er að rannsaka og sinna sérstaklega. Mótefnamyndun þessara barna er undantekingar- lítið eðlileg. Erfitt er að leggja fram skýrar línur varðandi með- ferð með sýklalyfjum hjá þessum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.