Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 102
88
LÆKNANEMINN
fótur er máttlítill. Kemst þó á fætur,
og þetta máttleysi virðist hverfa, og
hann heldur til vinnu sinnar. En 4
klukkustundum síðar tekur hann enu
eftir, að máttleysi er komið í fótinn, en
einnig í þetta sinn virðist það líða hjá.
Manninum líður þó fremur illa, hefur
hálfgerða velgju og svimatilfinningu og
ákveður að fara heim úr vinnunni og
hreyfa sig ögn. Hann tekur þá eftir því,
að hann vill reka í stóru tá vinstri fót-
ar. Um klukkan 4 síðdegis tekur hann
eftir því, að vinstri hönu er klaufaleg
og hálf máttlaus, og um kvöldmat á
hann í erfiöleikum við að borða vegna
máttleysis í vinstri kinn. Síðar um
kvöldið, er hann ætlar að rísa upp úr
stól og fara í rúmið, er lítill máttur
orðinn í vinstri handlegg, og hann get-
ur tæplega hreyft vinstri ganglim. Á
þessu stigi er hann fluttur á sjúkrahús,
þar sem rannsóknir sýna lokun á hægri
carotis æð.
Mikilvægt er að átta sig á, að
heilablóðfall sé enn að gerast,
einsog ofanskráð dæmi sýnir, því
hugsanlegt er á þessu stigi eftir
markvissar rannsóknir, er greint
hafa, hver hinn sjúklegi þáttur er,
að koma við meðferð, er hindrað
gæti, að heilablóðfallið yrði algert
og afstýrt hinum alvarlegustu af-
leiðingum þess. Greiningin er
kannski tiltölulega auðveld, þegar
málin ganga fyrir sig með þeim
hætti, sem þegar er lýst, en því
miður er þetta ekki alltaf auðvelt
og þá sérlega ekki við aðra mynd,
sem hægfara heilablóðföllin taka
á sig, en hún er sú, að heilablóð-
fall virðist algert, og sjúklingurinn
hefur þegar komizt í stöðugt eða
batnandi ástand og svo verið í 1-2
sólarhringa eða jafnvel lengur, en
þá fara einkenni hans aftur að
aukast. Venjulegasta ástæðan fyr-
ir rannsóknum á þessu stigi er sú,
að grunur vaknar um, að hér sé
ekki heilablóðfall á ferðinni, heldur
eitthvað annað og þá sennilegast
æxli.
75 ára karlmaður vaknar upp einn
morg-un og er þá mikið lamaður vinstra
megin, einkum er það svo í andliti og
handlegg, en hann getur ögn hreyft
gangliminn. Hann er talsvert dasaður,
og það „slær út í“ fyrir honum. Hann
hefur eðlilegan blóðþrýsting, en saga
er um hjartakveisu og nokkrar arterio-
sclerotiskar breytingar eru í augnbotn-
um. Góður sláttur er í báðum carotis-
æðum, jafn radialis-sláttur og blóðþrýst-
ingur jafn í handleggjum. Ekki heyrast
óhljóð yfir hálsæðum. Þetta er greint
sem thrombosis og ákveðið að halda að
sér höndum. Sjúklingur er æfður, og
hann virðist á batavegi. En á þriðja
degi er hann syf jaður og ruglaður, meira
lamaður en áö'ur og virðist auk þess
með taltruflun og nokkur einkenni eru
nú frá hægri líkamshlið. Stasi er nú í
augnbotnum. Gerð er hægri carotis-æða-
mynd, sem sýnir lokun á miö-cerebral
æð, en auk þess er æðum verulega ýtt
yfir miðlínu til vinstri, en æxli verður
ekki greint. Þetta er því greint sem
heilabjúgur, og sjúklingur settur á
steroida og diuretika. Einkenni hans
ganga þá til baka til þess, er þau voru
við komu upphaflega.
Heilablæðingar eru sjaldnast
hægfara. Ef þær eru svo, birtist
venjulega síðari myndin af hæg-
fara heilablóðföllum, sem ujip var
dregin hér að framan. Þetta gerist
með þeim hætti, að ílangur blóð-
köggull, sem situr djúpt í heila-
hveli, tekur að stækka, ekki vegna
þess, að blæðing haldi áfram, held-
ur vegna þess, að köggullinn tekur
að draga í sig völtva og stækkar
af þeirri orsök (Pennybaker).
Sjúltlingur hefur venjulegast náð
stöðugu eða batnandi ástandi eftir
fyrsta áfallið, en fer síðan að
hnigna, og ekki ósjaldan sézt þá
papillubjúgur. í þessum tilfellum
er ekki blóð í mænuvökva, en
þrýstingur á mænuvökva er hins-
vegar liækkaður. Annað mál er
svo það, að mænustunga yrði tæp-
lega gerð, þegar papillubjúgur
væri. Leitað yrði á náðir æða-
mynda, sem þó þyrftu ekki að sýna
neitt athugavert, og venjulega