Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 28
26
LÆKNANEMINN
*1757. Ennþá harðindi um allt
landið. Fólkið, sem deyði
úr harðrétti og hungri
kringum Snæfellsnes-
jökul frá því 1756 og til
þess haustið 1757, voru í
Breiðuvíkursóknum 114
mennskjur, en í Hóls-
og Fróðársóknum 93
manneskjur, með því
reiknuðu, sem utansveit-
ar var. Gr. Harðindi við-
héldust, jafnvel vaxandi
af bjargleysi hjá vel-
flestum. Var þá víðast
um sveitir hungursvor.
Skrifað var 50 fólks
hefði dáið í harðrétti
síðan nýtt ár til páska
(10. apríl) í Ingjalds-
hólssókn. Hér fyrir
norðan dó og fátækisfólk
af hor og vesöld ei all-
fátt. Annars gekk í
Vöðlusýslu mannskæð
sótt um það leyti (í des-
ember). Hösk. Um
hneppisótt sjá 3. kafla
og um lífsýki á árinu sjá
5. kafla. Nokkrir hnigu
niður og dóu fljótlega.
Ölf.
*1758. Sótt gekk um sumarið og
haustið sumstaðar með
máttleysi á sumum. Líka
svo dóu nokkrir menn
snögglega. Þá gekk kvef-
sótt mikil; þó dóu ei
margir. Ölf. Fólk deyr
af hungri í Vestmanna-
eyjum. Ket. Gekk um
veturinn landfarsótt,
sérdeilis í Skagafjarðar-
og Eyjafjarðarsýslum,
úr hvörri burtkallaðist
nokkurt fólk, þó ei sér-
deilis nafnkennt. I. á.
Á árunum 1756—59
fækkaði þjóðinni um
5476 menn, mest á árinu
1758 (81). Árið 1759
nam fækkunin 639 mönn-
um, þó að hvorki annálar
né aðrar heimildir geti
hungurfellis eða sér-
stakra sótta á því ári.
1771. Á þessu vori urðu
menn margir á Höfða-
strönd og þar ná-
lægt hér og hvar bráð-
kvaddir, víst 12 að tölu
eða fleiri. Var tilgetið af
uppvakningi. Hösk. Um
vorið skeði það níu held-
ur en tíu manneskjur
sáluðust og urðu bráð-
kvaddar á Höfðaströnd
og í Fljótum í Hegranes-
sýslu. Seint um sumarið
og haustið stakk sér nið-
ur sótt á einstaka bæj-
um svo skæð, að flestallt
fólk lagðist, en fáir sál-
uðust. Hún. 4 menn urðu
bráðkvaddir á Vatns-
leysuströnd syðra, 11 á
Höfðaströnd í Skaga-
fjarðarsýslu. V.III.
(*)1774 gtór harðindi í Múla-
sýslu, so nokkrir menn
féllu í harðrétti. Víða
urðu menn og bráð-
kvaddir sérdeilis á Vest-
urlandi. V. III. í Ásbúð-
um á Skaga urðu tvær
manneskjur bráðkvadd-
ar, item piltur á Hrauni
heimgangandi með öðr-
um frá kirkju páska-
daginn, item einn maður
þar síðar á sjó. Svo urðu
og bráðkvaddir þetta ár
menn nokkrir í eða ná-
lægt Fljótum. Hösk.
1775. Á Vestfjörðum góður
fiskafli en fjárfellir.
Bráðkvatt fólk á vestur-
sveitum: 3 í Barða-