Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 80
70
LÆKNANEMINN
brotnu gleri. Einnig lýsti hann
því, með hverju er búið um nafla-
strenginn hjá þessum frumstæðu
þjóðum. Sums staðar er það gert
með olíu, mold, leir eða öðru álíka
efni, en einnig með köngulóavef
og öðru.
Höfundur birti mjög lang-
ar töflur um klínískan gang
sjúkdómsins, en þær eru allar hver
annarri líkar. Dánartalan er alls
staðar mjög há. 1 Nígeríu er hún
89,3%, á Indlandi 90%, Singapore
91,3%, Japan 90%, af þeim tifell-
um, sem birt hafa verið.
Klassískri meðferð lýsti hann á
eftirfarandi hátt: Gefa skal anti-
toxin, fjarlægja uppsprettu eit-
ursins með því að brenna naflann
og hreinsa og halda sjúklingi á
góðri næringu. Penicillin (ampi-
cillin) og terramycin skal gefa í
stórum skömmtum. Sumir gefa
einnig gammaglobulin. Höfundur
talaði um symptomatiska meðferð
og skýrði frá sjúklingahópnum, þar
sem mismunandi sedativa höfðu
verið notuð. I einum höfðu 16 feng-
ið paraldehyde og 14 dóu, í öðrum
höfðu 52 fengið allobarbitone og
47 dóu. I þeim þriðja fengu 24
chlorpromazin og 18 dóu. Ýmis
önnur lyf höfðu verið notuð gegn
krömpum, svo sem curare, dia-
zepam, en árangur verið vafasam-
ur. I lok greinarinnar segir, að
ginklofi nýfæddra sjáist vart í
þróuðum löndum, en í vanþróuðum
löndum eru allt að 320 börn af
1000, sem deyja úr ginklofa. I þess-
um löndum er ginklofi orsök allt
að 50% af dánartölum nýfæddra
(neonatal mortality), og er þetta
einkum í Mið- og Suður-Ameríku.
Höfundur ráðleggur, að konum sé
gefið á meðgöngutíma toxoid
adsorberað í aluminium fosfat,
þar eð antitoxinið flyzt frá móður-
inni til fóstursins.
Lokaorð
Hér var stuttlega rætt um gin-
klofa. Eitt tilfelli var tekið fyrir,
þar sem mikill opistotonus hélzt í
5% viku, en barnið lifði og varð
ekki ment af. Af einu tilfelli verð-
ur ekki dregin nein ályktun. En
nákvæm hjúkrun, nauðsyn þess að
komast fyrir upptök eitursins,
góð næring, penicillingjöf og ekk-
ert óþarfa hnjask með sjúklinginn,
er almennt viðurkennd meðferð.
Reynsla þess, sem þetta skrifar,
hefur verið sú, að gjöf sedativa,
sérstaklega í stórum skömmtum,
hefur ekki mikla þýðingu, og get-
ur jafnvel í vissum tilfellum verið
skaðleg fyrir sjúklinginn.
HEIMILDASKRÁ:
(1) Öldin átjánda, Rvk., 1961, bls. 223.
(2) Öldin, sem leið, Rvk., 1955, bls. 160
—161.
(4) Textbook of Pediatrics, ed. by W.
Nelson, 9. útg\
(5) Tetanus neonatorum. A study of
493 cases by V. B. Athavale, M. D.
and P. N. Pai, Tilak Municipal
General Hospital, Bombay, Ind-
landi. — XII International congress
of pediatrics, Vol. I, bls. 324—350.
Mexico City, Mexico, 1968.
IN MEMORIAM.
Glaumbæ ljúft er mér að muna,
margoft hittust vinir þar.
Fyrir sunnan Frikirkjuna
fagrar biðu stúlkurnar.
Sigldu þær með ljúfu leiði,
lögðu bæði snöru og net.
Sumar fengu sífellt veiði
og settu jafnvel aflamet.
Aldrei var mér aflinn tregur,
oftast miklu fremur hitt.
Margur þorskur myndarlegur
missti þarna frelsi sitt.
Þar var kærleikseldur inni.
Engum skyldi bregða við,
þó að loksins þakið brynni
og þyrfti að kalla út slökkvilið.
Pálmi Frímannsson orti.