Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 12
12
LÆKN ANEMINN
frumuefni, en vöntun á því veldur
blæðingarhættunni við skyrbjúg.
Og síðustu ára rannsóknir á áhrif-
um ofskömmtunar A-vítamíns á
brjóskvef í ræktun hafa leitt í ljós,
að þau eru fólgin í offramleiðslu
frumanna á lysosoma efnakljúf-
um, en þeir melta aftur millifrumu-
efni vefsins (68). Vöntun á C-
vítamíni og of mikið A-vítamín,
hvortvegga vinnur að því að
minnka magn millifrumuefnis í
bandvef og þess vegna rík ástæða
til að ætla, að A-vítamín sé mun
hættulegra skyrbjúgssjúklingum
en heilbrigðum. Reyndist það
rétt, þá er þar fundið orsakasam-
band, sem fellur hvað bezt að
þeirri heildarmynd, er fornar
heimildir gefa af misskiptingu
bráðkvaddra um landið. 1 hallær-
um má gera ráð fyrir því, að iðu-
lega hafi þurft að grípa til bæði
hákarla- og lúðulýsis, eðabræðings
úr því, til viðbits, sem aftur hefur
stuðlað að því, að skyrbjúgssjúk-
ir urðu bráðkvaddir, og það því
helzt borið við, þar sem mest
veiddist af hákarli og lúðu.
Sigurjón Jónsson (15) taldi
beri-beri meðal líklegra orsaka til
bráðdauðans hér fyrr á öldum,
enda alkunna, að sjúklingar
haldnir þeim sjúkdómi látast oft
skyndilega úr hjartabilun. Hið
kolvetnasnauða og fituríka fæði
íslendinga fyrrum bendir þó til
þess, að þörf þeirra fyrir thiamin
hafi verið lítil (78). En þar á
móti kemur hið mikla magn harð-
fisks í fæðunni, sem gera má ráð
fyrir, að hafi fylgt meira eða
minna af thiaminasa, er hafi eytt
einhverju af thiamini fæðunnar.
Þegar hugleidd er hin gífurlega
harðfiskneyzla þjóðarinnar á
þeim öldum, þegar harðfiskurinn
kom svo að segja í stað brauðs nú,
þá furðar mann á, að þjóðin skuli
ekki hafa verið undirlögð af beri-
beri á þeim öldum, og heimildir
bera þess óræk vitni. Annað hvort
er, að þörfin fyrir thiamin hefur
verið mjög óveruleg, eða þá, að
skreiðin og þorskhausarnir hafa
verið tiltölulega snauðir af thia-
minasa. En hvort heldur er, þá
stóð skreið ekki öðrum mat frem-
ur til boða í hallærum og því vand-
séð, hversvegna beri-beri ætti að
færast í aukana þá. Það er því
naumast ætlandi, að thiamin
skortur hafi átt teljandi þátt í
bráðdauðanum hér á landi.
Um einstaka faraldra af bráð-
dauða vísast til skrár um hungur-
sóttir í 7. kafla, en niðurstaðan af
þeim athugunum á háttum þeirra,
er hér hafa farið fram, verður, að
ótvírætt samband er á milli bráð-
dauðans og hallæra. Það er svo
breytilegt eftir aðstæðum og stað-
háttum, hverjar af afleiðingum
hallæranna verða orsök bráðdauða
á hverjum stað og hverju sinni. En
þessar orsakir munu tíðastar, 1:
skyrbjúgur, sennilega oftast ásamt
A-vítamíneitrun, 2: eitranir af
skemmdum mat, 3: of mikið álag
á langsoltinn maga og líkama.
7. YFIRLIT.
1 undanfarandi köflum hefur
verið gerð grein fyrir sóttum, sem
að öllu eða verulegu leyti byggj-
ast á vaneldi, og hafa þó enn
engin skil verið gerð sjúkdómum
frá öndunarfærum, kvef- og tak-
sótt annálanna, en eins og segir í
kafla 4, þá magnast þessar sóttir
ekki síður en blóðsótt og lífsýki á
skyrbjúgssjúkum. Fram að 1937,
er súlfalyfin (Dagenan) komu til
sögunnar, var lungnabólga alvar-