Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 43
LÆKNANEMINN
39
skiptingu fyrir þrifum, auk þess
sem það eykur þörf á stöðum?
Ég tel mikla þörf á því, að auk-
in verkaskipting verði tekin upp
milli spítalanna, en þar á milli er
rígur eins og þið vitið; þeir tog-
ast á um verkefni. Starfandi er
sérstök samstarfsnefnd, sem legg-
ur á ráðin um það, hvernig hægt
er að skipta verkum milli þeirra
á skynsamlegan hátt. Sú nefnd
hefur ekki náð miklum árangri
hingað til. Engu að síður tel ég,
að þarna sé hægt að koma á miklu
meiri verkaskiptingu en verið hef-
ur. Hvað stöður á sjúkrahúsunum
snertir, hafa stjórnarvöld verið
fremur íhaldssöm; ráðið hefur
verið í tiltölulega fáar nýjar stöð-
ur að undanförnu. Hins vegar veit
ég ekki, nema það væri athugandi
að fara ofan í þau ákvæði, sem
núna gilda um spítalana, þ. e. að
menn væru aðeins ráðnir um til-
tekinn tíma, og síðan væru þessi
störf auglýst á nýjan leik. Það
gæfi fleiri læknum kost á að starfa
við spítalana. Þó kynni svo að
fara, að læknasamtökin hefðu tak-
markaðan áhuga á slíku fyrir-
komulagi. í Svíþjóð er um að ræða
alveg ákveðin fyrirmæli frá
stjórnvöldum um verkaskiptingu
milli sjúkrahúsanna, en ég vildi
heldur, að þessi mál leystust með
samstarfi læknanna sjálfra. Takist
l)ó ekki slík samvinna milli þeirra,
tel ég það alveg óhjákvæmilegt, að
til komi aðgerðir lijá heilbrigðis-
yfirvöldunum.
Skref í rétta átt vœri að ráða
menn ekki út um tvist og bast á
sjúkrahúsin, en reyna að haga því
svo, að þekking þeirra og geta nýt-
ist sem bezt, bæði með að leggja í
hlutaðeigandi tœkjabúnað á einum
stað og tryggja, að lœknar á þessu
tiltekna sviði starfi á þessum sama
stað. Hér er við primadonnuna að
eiga?
Eftir því sem við tökumst á við
fleiri ný og kostnaðarsöm verk-
efni á þessu sviði, aukast kostnað-
arliðir eins og vélbúnaður og
tækjakostur mjög. Við verðum
auðvitað að einbeita okkur að því
að koma þessu fyrir á sem hagan-
legastan hátt. Þetta vandamál er
komið upp núna með hjarta-
lungavélina, eins og þið vitið. Það
hafa risið deilur milli sjúkrahúsa
um það, hvaða stað skuli velja til
hjartaaðgerða. Takist ekki sam-
komulag milli læknanna sjálfra um
þessi mál, tel ég óhjákvæmilegt,
að stjórnvöld grípi þar inn og
setji tilteknar reglur, sem farið
verði eftir.
Hve mikill hluti heildarupphæð-
ar fjárlaga fer til heilbrigðis-
mála?
Heildarupphæð er um 12,3 millj-
arðar króna. Af þeirri upphæð fara
til heilbrigðismála 2,7 milljarðar,
sem skiptast þannig, að 2 milljarð-
ar og 271 milljón fer til sjúkra-
trygginga, en rúmlega 454 milljón-
ir til annarra þátta heilbrigðis-
mála, þar á meðal fjárfestingar,
sem ríkið á hlut að. Þetta eru
22,5% af heildarupphæð fjárlaga.
Ef almannatryggingarnar eru
teknar inn í þetta dæmi, er þetta
orðinn þriðjungur af fjárlagaupp-
hæðinni, sem fer til heilbrigðis- og
tryggingarmála. Hér á landi hafa
framlög til heilbrigðismála aukizt
mjög ört. Miðað við þjóðartekjur
íslendinga er lilutfallstalan nú
6%, en var 3,5% 1960, þannig að
talan hefur nærri tvöfaldazt á
áratug. Þarna er um að ræða
ákaflega háar upphæðir.
Einn af spítölunum greiðir lækn-
um sínum margföld laun. Samt eru
daggjöld þar lægri en á hinum
bráðaspítölunum. Hvaða forsendur