Læknaneminn - 01.03.1972, Qupperneq 85
LÆKNANEMINN
75
50 ára kona fær þrlvegis lömun á
vinstri handlegg á einu ári. Upplýsingar
eru óglöggar, en mest virðist lömunin
vera í hendinni, ekki er vitað um and-
lit, og ganglimur hefur lengi verið slæm-
ur vegna „ischias." Konan er annars
frísk, hún er rétthent og skeytir lítt um
vinstri hendina, sem virðist jafna sig
nokkuð eftir hvert áfall, en einkenni
eru þó alltaf til staðar. Hún kallar þetta
gigt og heimilislæknirinn ulnar neuritis.
Loks vaknar hún upp einn morgun með
vinstri helftarlömun og er flutt á
sjúkrahús. Til viöbótar finnst sjónsviðs-
truflun, dyspraxia, nokkuð áberandi
frontal einkenni og óróleiki. Rannsókn
leiðir í ljós algera lokun (occlusion) á
hægri carotis æð. Skoðun hafði jafn-
framt leitt í ljós merki um útbreidda
atherosclerosu.
Hlutfallsleg tíðni hinna einstöku
sjúklegu þátta er þegar nefnd. l’il
viðbótar skal þess getið, að kyn-
skipting er nokkuð jöfn, þó þannig,
að upp að 45 ára aldri hafa konur
aðeins hinn vafasama vinning, á
aldrinum 45—60 ára snýst þetta
ögn karlkyninu í vil, en er nokkuð
jafnt skipt eftir 60 ára aldur.
Heilablóðfall meðal barna er þátt-
ur út af fyrir sig, og verður ekki
gerður að umtalsefni hér. Heildar-
tíðni heilablóðfalls er vaxandi með
aldri, þó með hápunktum við ald-
urinn 60—65 ár og svo aftur um
og rétt yfir sjötugt. Hjá yngra
fólki er hlutfallsleg tíðni emboli,
tímabundinnar blóðrásartruflunar
og subarachnoid blæðinga há mið-
að við thrombosis og intracerebral
blæðingar, en þetta breytist um
fimmtugt, og hið síðarnefnda nær
þá fljótt að jafna upp til þess
heildartíðni-hlutfalls, sem þegar er
nefnt. Þá er glögglega aukin tíðni
heilablóðfalls meðal þeirra, sem
þjást af einhverjum þeim sjúk-
dómum, er stuðla að sjúklegum
breytingum í hjarta- og blóðrásar-
kerfi og kemur víst engum á óvart.
Ég hef hér stuðzt við tölur frá
Englandi (Marshall) og þykir lík-
legt, að ekki muni miklu á þar og
hér.
Nú verður fjallað um hina ein-
stöku hópa heilablóðfalls, skv.
framangreindri skilgreiningu, m.t.
t. skoðunar, greiningar, rannsókna,
horfa og meðferðar, en aðeins
komið inn á meinafræði lítillega —
með þó fullri virðingu fyrir þeim
veigamikla þætti.
—k—
HEILABLÓÐFALL
Mikilvægi kliniskrar greiningar
er óumdeilanlegt, því að eftir
henni fara ákvarðanir um rann-
sóknir og meðferð. Með kliniskri
greiningu hér er ekki átt við það
eitt að láta sér nægja, að um in-
sultus cerebrovascularis sé að
ræða (einsog því miður hefur vilj-
að vera), heldur að reyna að greina
á milli blæðingar og æðastíflu,
staðsetja hinn sjúklega þátt og
gera sér grein fyrir meðvirkandi
sjúkdómum. Auk þessa verður að
hafa í huga, að það, sem líkist
heilablóðfalli, gæti verið heila-
bólga eða heilaæxli eða afleiðing
sjúkdóms, er hefði útbreidd áhrif
á miðtaugastarfsemi án þess að
valda staðbundnum skemmdum
þar.
Óneitanlega er oft erfitt að
greina á milli blæðingar og stíflu,
og vert að minnast þess, að einn
þát.tur útilokar ekki annan. miklu
oftar er fleiri en einn á ferðinni.
Sem dæmi um erfiðleikana vil ég
nefna, að próf. Dahlsgaard-Nielsen
fylgdi eftir 1000 sjúklingum með
heilablóðfall og bar saman kliniska
og post-mortem greiningu. í ljós
kom, að kliniska greiningin blæð-
ing staðfestist aðeins í 65% tilfella