Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 56
50
LÆKN ANEMINN
inu, við líkamsþunga eða líkams-
yfirborð. Stúdentarnir voru mjög
misstórir, eins og taflan sýnir, þeir
stærstu eru yfir 190 cm á hæð og
89 kg, en sá minnsti er smávaxin
kona, 163 cm á hæð. Rýmdin utan
fruma stendur í beinu hlutfalli við
þungann, nálægt 0,25 X líkams-
þungi. Miðað við þetta er munur-
inn á þeim léttasta og þeim
þyngsta 68%, ef sá létti er settur
sem 100.
2) Hormónasamleikur í sykur-
þoli er flókinn. Insulin örvar
streymi glukosa inn í frumur og
ummyndun hans í önnur efni. Á
móti insulininu vinna adrenalin,
glukagon, vaxtarhormónið og
sumir steroidar. Þetta getur flækt
málið svo, að erfitt verður að meta
aðstæðurnar, hvort meira má sín
nokkur áreynsla eða taugaspenna
af ýmsum völdum.
Tölurnar sýna, að hvergi er
marktækur munur á meðaltölum
innan hvers flokks. Þó er munur-
inn á blóðsykri eftir 90 mínútur í
hvíld og eftir 90 mínútur eftir þá
áreynslu, sem hér var notuð, ekki
fiarri því að vera marktækur, svo
að ætla má, að áreynslan hafi haft
nokkur áhrif. Staðtölureikningur-
inn er gerður á hópnum öllum.
Réttari samanburður fæst þó ef til
vill með því að taka aðeins með þá,
sem tóku þátt í öllum mælingum,
en f jóra stúdenta vantaði í eitt-
hvert af þeim þremur skiptum,
sem þeir skyldu koma í sykurþol,
eða brutu reglur sykurþolsins í
ógáti.
Yfirlit
12 læknastúdentar gerðu athug-
un á þeim aðstæðum, sem ríkia við
sykurþol í Hjartavernd. Þeir komu
þrisvar í sykurþoli: í fyrsta sinn
voru þeir í algerri hvíld meðan á
því stóð; í annað sinnið biðu þeir
á biðstofu við sömu aðstæður og
aðrir gestir Hjartaverndar; í
þriðja sinn hjóluðu þeir á þrek-
hjóli 200 kpm í 10 mínútur, 20
mínútum eftir að þeir drukku syk-
urvatnið. Marktækur munur
fannst ekki á sykurþoli, hvort
heldur stúdentarnir voru í algerri
hvíld eða reyndu á sig, við þær að-
stæður, sem hér hefur verið lýst.
Höfundar: Þorsteinn Þorsteins-
son og 12 læknastúdentar:
Hilmir Jóhannsson,
Höskuldur Kristvinsson,
Jón Hjaltalín Ólafsson,
Kristinn Eyjólfsson,
Lára Hall Maack,
Magnús Guðmundsson,
Páll N. Þorsteinsson,
Samúel Jón Samúelsson,
Sigurður Árnason,
Stefán Finnsson,
Sveinn Magnússon,
Uggi Agnarsson.
Hvatamaður og ráðgjafi: Davíð
Davíðsson, prófessor.
Hjartavernd er sérstaklega
þakkað fyrir að láta aðstæður í té
og efnamælingu sýna, og aðstoð
sérfræðinga stöðvarinnar er þökk-
uð.
HEIMILDIR:
(1) G. A. Rose & H. Blackburn: Cardi-
ovascular population studies met-
hods. W. H. Geneve, 1966, bls. 120.
(2) Skýrsla I frá Hjartavernd, 1970,
bls. 67.