Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1972, Side 64

Læknaneminn - 01.03.1972, Side 64
56 LÆKNANEMINN lækninum sjálfum óþarfa óþægindum, skapraun og árangurslausu erfiði. I stuttu máli sagt: Hvernig ekki á að lcekna! Hann lýsir einnig ákveðnum einkennum, læknum til viðvörunar, svo þeir geti þekkt þessar óæskilegu „auka- verkanir" í tíma og eytt þeim. Að sið- ustu er drepið á, hvers konar meðferð hentar á þessu mjög svo flókna sviði læknisfræðinnar. Vandamálið stóra er: Hvers vegna gerist það svo oft, þrátt fyrir heiðar- legar tilraunir á báða bóga, að sam- band sjúklings og læknis er ófullnægj- andi og jafnvel óþægilegt? Hvers vegna gerist það, að „lyfið" læknir verkar ekki eins og til er ætlazt, þrátt fyrir samvizkusamlega útfylltan lyfseðil ? Hverjar eru orsakir þessarar óheilla- þróunar og hvernig verður komizt hjá henni ? Þessi vandi er það, sem bókin fjallar aðallega um. Hún skiptist í þrjá aðal- hluta: I. Sjúkdómsgreining. Þar er að finna harða gagnrýni á núverandi starfsað- ferðir lækna, og mikil áherzla er lögð á ýmis atriði, sem færa mætti til betri vegar. Þar er undirstrikað, að líta beri á sjúklinginn sem heild, en ekki sem sjúkan maga, ristil, fót eða sjúka ,,sál“. Sérlega er rætt um tíðni og mat á taugaveiklunareinkennum samfara lík- amlegum einkennum. IX. Samtalsmeðferð almennra lækna. Þessi hluti fjallar um, hvernig almenn- ir læknar gætu hagað slíkri meðferð, mörg vandamál tekin til meðferðar og athyglisverð dæmi sýnd. III. Síðasti hlutinn er svo um helztu niðurstöður þessarar merku rannsóknar. Það er álit undirritaðs, að flestir læknanemar og lika læknar gætu haft mikið gagn og einnig gaman af að kynna sér niðurstöður og úrlausnir Balints og félaga hans. Ólafur G. Guðmundsson, lœknanemi BIOLOGICAL ABSTRACTS. Biological Abstracts er stærsta og yfirgripsmesta útdráttarverkið, sem gefið er út um líffræði. Það kemur út hálfsmánaðarlega og inniheldur út- drætti úr greinum og bókum, sem oft- ast eru aðeins fárra mánaða gamlar. 1 hverju hálfsmánaðarhefti eru um 6 þús- und útdrættir, eða um 150 þúsund út- drættir á ári. I Biological Asbstracts er útdráttun- um í hverju hefti raðað niður i eftirfar- andi aðalfflokka: Aerospace biology, agriculture, bact- eriology, behavioral sciences, bio- chemistry, bioinstrumentation, bio- physics, cell biology, environmental bio- logy, experimental medicine, genetics, immunology, nutrition, parasitology, pathology (animal and plant), pharma- cology, physiology (animal and plant), public health, radiation biology, syste- matic biology, toxicology, veterinary science og virology. Hverjum aðalflokki er svo skipt niður í undirflokka eftir efni, í sumum til- fellum í allt að 60 undirflokka. Eins og gefur að skilja, þá geta marg- ar greinanna fallið inn undir marga þeirra flokka, sem nefndir eru hér að framan. Þess vegna er í hverju hefti svokallaður Cross Index, sem gerir mönnum kleift að finna útdrætti úr rit- gerðum um ýmis tiltekin efni, óháð þeirri niðurröðun í aðalflokka og undir- flokka, sem nefnd er hér að framan. Einnig er í hverju hefti svokallaður Biosystematic Index, en í honum er út- dráttunum raðað upp eftir flokkunar- fræöilegri stöðu þeirra lifvera, sem greinarnar fjalla um og síðan eftir efni greinanna. Höfundaskrá er i hverju hefti. Að lokum inniheldur hvert hefti svo- kallað B.A.S.I.C. Með hjálp þess er hægt að finna allar þær ritgerðir og bækur, sem hafa eitthvert tiltekið orð í titli sínum. Það tekur að vísu nokkurn tíma að kynnast þeim mörgu möguleikum, sem B.A. hefur upp á að bjóða. En fyrir þá, sem vilja fylgjast með þvx, sem er að gerast í heiminum innan sérgreinar sinnar í líffræði, er B. A. ómetanleg hjálp. B.A. kostar nú 1000 $ á ári, og er þvi ekki á allra færi að kaupa það. En verkið er keypt á Tilraunastöð Háskól- ans í meinafræði að Keldum, og liggur þar frammi í bókasafni stofnunarinnar, ásamt mörgum öðrum bókum og tíma- ritum um líffræði. Er öllum þeim, sem áhuga hafa, heimilt að nota það, eftir að hafa haft samband við bókavörð stofnunarinnar. Ég vil þvi hvetja alla þá, sem vinna að líffræðirannsóknum eða vilja fylgj- ast með því, sem er að gerast í sér- grein sinni, að notfæra sér þetta verk til fullnustu og lesa það að staðaldri. Keldum, marz 1972. Sigurður H. Richter
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.