Læknaneminn - 01.03.1972, Blaðsíða 126
110
LÆKNANEMINN
að því, að orsökin var ósýnileg
geislun frá úthleðslulampanum.
Röntgen hóf þegar í stað þær
rannsóknir, sem leiddu af sér þrjár
vísindagreinar, sem hann kallaði:
,,Úber eine neue Art von Strahlung,
Mitteilung I, II und III“. Fyrsta
greinin er dagsett þegar 28. des.
1895 og birtist í „Sitzungsberichte
der Physikalisch = Medizinschen
Gesellschaft von Wiirtzburg“.
Þetta hefti birtist þó ekki fyrr en
eftir áramótin 1896, og það verð-
ur að teljast fullsannað, að
Röntgen skýrði sjálfur ekki frá
uppgötvun sinni í fyrirlestrar-
formi fyrr en 23. janúar 1896 í
þessu sama félagi. Röntgen kall-
aði fyrstu greinina sína: „Eine
Vorláufige Mitteilung“ eða
„bráðabirgðatilkynning". I þess-
ari fyrstu grein sinni gerði
Röntgen grein fyrir þeim tilraun-
um, sem hann hafði gert í nóvem-
ber og desember eftir uppgötvun
sína, og athuganir hans og niður-
stöður hafa enn í dag í öllum að-
alatriðum fullt gildi. Hann stakk
upp á því, að hinir nýju geislar
yrðu nefndir X-geislar. Hann
skýrði frá því, að ljósmögnun eða
sjálflýsing kæmi fram, hvort sem
ljósmögnunarfletinum væri snúið
að eða frá geislanum allt upp í 2
m fjarlægð. Hann flokkaði mis-
munandi efni allt eftir gagnsæi
þeirra, og hann fann mun á gleri,
hvort það væri með blýi eða ekki.
Hann sýndi fram á bað, að smygi
geislanna færi eftir eðlisþyngd
efnisins, og að blýþynna, lý2 mm
þykk, væri í rauninni alveg
„ógagnsæ". Hann rannsakaði síð-
an endurspeglun geislanna og
ll'ósbrot, en gat ekki sýnt fram á
það, og var ekki fyrr en löngu
seinna, að hægt var að ljósbrjóta
eða ,,polarisera“ röntgengeisla.
Hann komst að þeirri niðurstöðu,
að „fastir hlutir hegða sér gagn-
vart X-geislum á svipaðan hátt og
gruggugir vökvar gagnvart sýni-
legu ljósi“. Hann áleit, að X-
geislarnir hreyfðust með sama
hraða í öllum efnum. Næst bar
hann X-geislana saman við
katodugeisla og sýndi fram á, að
ekki var hægt að breyta stefnu X-
geislanna með rafsegulsviðum á
sama hátt og katodugeislanna, og
loks gat hann sýnt fram á rýrnun
geislamagnsins, eftir að geislarnir
höfðu farið í gegnum mismunandi
þétta hluti. Það er auðvitað eðli-
legt, að Röntgen gæti á þessu stigi
ekki sagt neitt um þá eiginleika
röntgengeislanna, sem síðar áttu
eftir að valda bæði bölvun og
blessun, þ. e. a. s. líffræðilega eig-
inleika þeirra, en það er þó athygl-
isvert, að hann segir í upphaflegu
grein sinni orðrétt: „Mér hefur
ekki tekizt með tilraunum mínum
að sýna fram á neina sérstaka
hitagjafareiginleika X-geislanna.
Hins vegar verður að gera ráð fyr-
ir, að slíkt sé fyrir hendi, því að
ljósmögnunarfyrirbærið sýnir, að
X-geislarnir geta valdið breyting-
um. Það er einnig öruggt, að allir
X-geislar, sem falla á hlut, fara
ekki aftur frá honum sem slíkir.“
Röntgen minntist því næst á
nokkrar af þeim skuggamyndum,
sem hann hafði séð eða getað
ljósmyndað. Meðal bezt þekktu
myndanna er mynd af áttavita,
sem var algjörlega lokaður inni í
málmhylki. Ennfremur er hin al-
þekkta mynd af hendi frú Röntgens,
en sú mynd er ekki aðgengileg í
nægilega góðu formi til endur-
prentunar hér. I seinni grein sinni:
„Zweite Mitteilung“, sem birtist
fyrir nákvæmlega 75 árum síðan í
sama riti og hin fyrsta, skýrir
Röntgen frá jónandi eiginleikum